Þakplötur fuku af húsi í Mosfellsbæ Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um að þakplötur væru að fjúka af húsi í Mosfellsbæ í hvassviðrinu skömmu eftir klukkan 18 í gærkvöldi. 4.12.2020 07:28
Fjórtán greindust innanlands og voru þrettán þeirra í sóttkví Fjórtán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrettán af þeim fjórtán sem greindust voru í sóttkví við greiningu, eða 93 prósent. 3.12.2020 10:50
Fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans látinn Zafarullah Khan Jamali, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, er látinn, 76 ára að aldri. Jamali lést af völdum hjartaáfalls á sjúkrahúsi í Rawalpindi, suður af höfuðborginni Islamabad. 3.12.2020 10:03
Byggt yrði við hús Súfistans í Hafnarfirði og hann gerður að mathöll Hugmyndir eru uppi um að byggja við Strandgötu 9 í Hafnarfirði, þar sem nú má finna kaffihúsið Súfistann, og breyta jarðhæðinni í litla mathöll. Þá yrði að finna níu smáíbúðir á efri hæðum viðbyggingarinnar. 3.12.2020 08:34
Mad Max-leikarinn Hugh Keays-Byrne er látinn Breski leikarinn Hugh Keays-Byrne er látinn, 73 ára að aldri. Keays-Byrne var helst þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk illmennisins Toecutter í fyrstu Mad Max myndinni frá 1979 þar sem Mel Gibson fór með aðalhlutverk. 3.12.2020 07:57
Gjaldþrot í ferðaþjónustu færri en óttast var Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að gjaldþrot fyrirtækja í ferðaþjónustu á árinu 2020 verði færri en óttast var í sumar. Þá var vonast til að gjaldþrot fyrirtækja í greininni yrðu ekki fleiri en 30 til 40 prósent af heildarfjölda fyrirtækja en nú sé vonast til að hlutfallið gæti mögulega orðið lægra en svo. 3.12.2020 07:36
Bíll ölvaðs manns rann á lögreglubíl Bíll ölvaðs manns rann á lögreglubíl í vesturbæ Reykjavíkur eftir að ökumaðurinn hafði sleppt því að ganga tryggilega frá bílnum þegar hann hafði verið stöðvaður af lögreglu og stigið út úr bílnum. 3.12.2020 07:14
Ekkert spurst til Arnars síðan í september Lögreglan á Austurlandi lýsir eftir Arnari Sveinssyni, 32 ára karlmanni, en ekkert hefur spurst til hans síðan í september síðastliðnum. 2.12.2020 14:57
Neyðarskýlin opin allan sólarhringinn vegna kuldakastsins Neyðarskýlin fjögur sem Reykjavíkurborg rekur – Konukot, gistiskýlið á Lindargötu, neyðarskýlið á Granda og tímabundið neyðarskýli fyrir konur – verða öll opin allan sólarhringinn frá 3.til 7. desember, vegna kuldakastsins sem framundan er. 2.12.2020 14:46
Víðtæk bilun í símkerfum og netkerfum heilsugæslunnar Víðtæk bilun hefur verið í símkerfum og netkerfum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í allan dag. Bilunin hefur haft mikil áhrif á starfsemina og hefur neyðst til að fresta miklum fjölda tíma og verkefna. 2.12.2020 13:59
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent