Fjöldi sjálfsvíga svipaður og síðustu ár Alls sviptu átján manns sig lífi á Íslandi á fyrri hluta ársins 2020, eða 4,9 á hverja 100 þúsund íbúa. Fjöldinn samræmist þeim sem verið hefur síðustu ár. 12.11.2020 10:20
Einn nánasti samstarfsmaður Johnsons hættir Lee Cain, samskiptastjóri og einn nánasti samstarfsmaður breska forsætisráðherrans Boris Johnson, mun láta af störfum í næsta mánuði. 12.11.2020 08:37
Úkraínuforseti fluttur á sjúkrahús vegna kórónuveirusmits Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti hefur verið lagður inn á sjúkrahús eftir að hafa smitast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 fyrr í vikunni. 12.11.2020 08:19
Sænski leikarinn Sven Wollter er látinn Sven Wollter, einn ástsælasti leikari Svía, er látinn, 86 ára að aldri. Í tilkynningu frá fjölskyldu leikarans segir að hann hafi látist af völdum Covid-19. 10.11.2020 16:54
Innkalla granóla Nathan & Olsen hefur innkallað tvær tegundir af granóla eftir að tilkynning barst frá birgja um að varnarefnið ethylene oxíð, sem er bannað í matvælum, hafi fundist í sesamfræjum sem er notað í framleiðslu. 10.11.2020 13:06
Sjúkrahúsforstjóri í París hvetur til að jólunum verði aflýst Julien Lenglet, forstjóri sjúkrahússins Hôpital privé d'Antony í París, hefur hvatt til þess að hátíðahöldum vegna jóla og áramóta verði öllum aflýst í ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar á franskt samfélag. 10.11.2020 12:35
Ellefu greindust innanlands Ellefu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjötíu eru nú á sjúkrahúsi. 10.11.2020 10:54
Fyrrverandi forseti Malí er látinn Amadou Toumani Toure, fyrrverandi forseti Afríkuríkisins Malí, er látinn, 72 ára að aldri. 10.11.2020 10:24
Einn reyndasti samningamaður Palestínumanna látinn af völdum Covid-19 Saeb Erekat, einn reyndasti friðarsamningamaður Palestínumanna, er látinn af völdum Covid-19. Hann varð 65 ára. 10.11.2020 09:49
Andlát vegna Covid-19 á Landspítala Alls hafa því 24 látist vegna Covid-19 hér á landi frá upphafi kórónuveirufaraldursins í lok febrúar. 10.11.2020 08:43
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent