fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ferðatími til og frá vinnu lengist

Það tekur tvöfalt lengri tíma að aka til og frá vinnu í dag en það tók fyrir rúmum áratug. Fólk vill umbætur á stofnbrautum og Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagsfræðingur segir umferðina aukast með bættum efnahag.

Formaður borgarráðs segir stöðu meirihlutans sterka

Staða meirihlutans í borginni er sterk að sögn formanns borgarráðs. Oddviti Sjálfstæðismanna segir bakland borgarstjórnarflokkanna ekki ánægt með samstarfið en á undanförnum árum hlaupi framúrkeyrsla í borginni á milljörðum.

Hefur fengið ábendingar um ógnandi hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða

Borgarfulltrúa í Flokki fólksins hefur borist fjölda kvartana vegna vinnubragða hjá Félagsbústöðum. Hún segir að helstu umkvörtunarefnin séu framkoma og hegðun starfsfólks, notendur lýsi miklum dónaskap í sinn garð og jafnvel ógnandi hegðun. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét af störfum um helgina.

Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun

Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur.

Tókst að redda flugferð heim

"Þegar ég las yfir Vísi í gær og sá að flugfélagið Primera Air var gjaldþrota spurði ég konuna mína hvort þetta væri ekki flugfélagið sem við ættum að fljúga heim með,“ segir Eggert Páll Einarsson sem er staddur í fríi á Tenerife.

Sjá meira