fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa.

„Ætlum að stytta biðtíma og álag á bráðadeild“

Stytta á biðlista og minnka álag á bráðamóttöku Landspítalans með fjölda umbótaverkefna en búist er við að þeim ljúki í febrúar á næsta ári. Yfirlæknir bráðaþjónustu spítalans segir að mikil ásókn sé í störf á deildinni.

Segir Kára vega ómaklega að sér

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins á svipuðum nótum og undanfarið. Sveiflur geti orðið á milli daga og ekki megi draga of sterkar ályktanir af einum degi.

Aðstoðar jólasveina með gjafirnar í desember

Jólasveina hjálparkokkar taka sig saman fyrir jólin og aðstoða jólasveina með skógjafir. Þeir útvega líka gjafir handa börnum þeirra sem eiga ekki sjálfir fyrir þeim.

Telur skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa valdið kæruleysi

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hafi mögulega valdið því að fólk hafi byrjað að slaka of mikið á. Hann segir mikilvægt að ekki sé spáð í framtíðina þegar um svo ótúreiknanlegan faraldur sé að ræða. Ekki sé rými fyrir tilslakanir fyrr en á næsta ári.

Mikið um ölvun og hávaðakvartanir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að töluverður erill hafi verið hjá lögregluþjónum í nótt. Mikið hafi verið um ölvunartengd mál og hávaðakvartanir.

Eitt boð ber tölurnar uppi

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að stóran hluta dreifingar Covid-19 sem greinst hefur að undanförnu megi rekja til eins fjölskylduboðs. Hann segir tölurnar í dag svipaðar og í gær en þó hafi fleiri verið í sóttkví við greiningu. Það gæti verið til marks um línulegan vöxt.

Vísbendingar um smit í samfélaginu sem ekki er búið að finna

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þar á bæ hafi menn miklar áhyggjur af stöðunni vegna faraldurs Covid-19 hér á landi. Sérstaklega af því hve margir eru að greinast smitaðir utan sóttkvíar.

Sjá meira