Um 50 tjónatilkynningar frá ellefu sveitarfélögum frá upphafi jarðskjálftahrinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. mars 2021 12:12 Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Vísir Framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir íslensk hús þola vel það stöðuga jarðskjálftaálag sem hefur verið undanfarið. Verði stórir skjálftar yfir sex geti skálftar eftir það haft áhrif á álagsþol húsa. Tæplega 50 tjónatilkynningar hafa orðið frá 24. febrúar. Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri Náttúruhamfarartryggingar Íslands segir að alls hafi borist 49 tilkynningar um tjón af völdum jarðskjálfta frá því hrinan hófst á Reykjanesskaga þann 24. febrúar. „Af þessum 49 eru tvær sem bárust eftir stóra skjálftann í gær og eru þær báðar frá Hafnarfirði. Mér sýnist að í gær hafi helst orðið tjón vegna þess að lausamunir féllu um koll. Það gæti verið að við eigum eftir að fá fleiri tilkynningar ef um verulegt tjón hefur verið að ræða en það er frekar ólíklegt því íslensk hús eru byggð til að þola svo mikið álag,“ segir Hulda. Hulda segir að frá 24. febrúar hafi nokkrar tilkynningar um tjón borist á hverjum degi. „Allar tilkynningarnar sem ég hef séð eru vegna minniháttar tjóna og fara ekki yfir eigináhættu nema í einstökum tilfellum. Fólk fær ekki greitt úr tryggingum nema tjón sé metið hærra en tvöhundruðþúsund krónur á lausamunum og innbúi og fjögurhundruð þúsund krónur á húseignum. Tryggingin er hugsuð sem hamfaratrygging þannig að hún kemur inn þegar fólk verður fyrir stjórtjóni, “ segir Hulda. Aðspurð hvað íslensk hús þoli stöðugt álag af völdum jarðskjálfta lengi svarar Hulda. „Íslensk hús eru byggð til að þola mikið álag og ef ekki verður tjón á burðavirki húsa þá þola þau jarðskjálftana vel. En ef atburður er það stór að burðavirki skemmist þá erum við að tala um allt annað. Ef það kæmu til að mynda nokkrir skjálftar yfir sex að stærð og það yrðu skemmdir á burðavirki þá hefur hver skjálfti eftir það áhrif á álagsþol húsa, en þá er um allt aðra sviðsmynd að ræða en hefur verið undanfarið,“ segir Hulda. Allar húseignir og lausamunir á Íslandi sem eru brunatryggðir hjá tyggingafélögum, eru tryggðar hjá Náttúruhamfaratrygginum Íslands. Hulda segir mikilvægt að fólk fari yfir hvort vátryggingaupphæð samsvari verðmæti innbús. „Ég hef heyrt að fólk sé að duglegt að afla sér upplýsinga hjá tryggingfélögunum að þeirra tryggingar séu í lagi. Ef tryggingarnar hafa ekki verið í lagi hefur fólk verið að hækka þær á innbúum sem er mjög jákvætt í þessu ástandi,“ segir Hulda. Hér að neðan má sjá lista yfir þau ellefu sveitarfélögum þar sem hefur verið tilkynnt um tjón hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands frá því jarðskjálftahrinann hófst á Reykjanesi þann 24. febrúar. 101 Reykjavík 102 Reykjavík 104 Reykjavík 105 Reykjavík 107 Reykjavík 108 Reykjavík 109 Reykjavík 111 Reykjavík 112 reykjavík 116 Reykjavík 190 Vogar 191 Vogar 200 Kópavogur 210 Garðabær 220 Hafnarfjörður 221 Hafnarfjörður 225 Garðabær 230 Reykjanesbær 235 Suðurnesjabær 240 Grindavíkurbær 260 Reykjanesbær 300 Akraneskaupstaður 800 Árborg Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Tengdar fréttir Vörur hrundu úr hillum þegar jarðskjálftinn reið yfir Vörur hrundu úr hillum verslunar Nettó í Grindavík þegar heldur kröftugur skjálfti, sem var 5,4 að stærð, reið yfir klukkan 14:15 í dag. Skjálftinn átti upptök sín um fimm kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli. 14. mars 2021 16:11 Tjónatilkynningar orðnar átján og margir að yfirfara tryggingar Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur fengið 18 tilkynningar um tjón vegna skjálftana. Þá eru margir að yfirfara innbús-og heimilistryggingar sínar hjá tryggingafélögunum. 2. mars 2021 13:20 Ekki sjálfgefið að innbúið sé tryggt fyrir tjóni sem verður í náttúruhamförum Lauslega áætlað er talið að allt að þrjátíu prósent innbúa og lausafjár heimila og fyrirtækja hér á landi séu ekki tryggð fyrir tjóni sem getur orðið vegna náttúruhamfara. 25. febrúar 2021 13:15 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri Náttúruhamfarartryggingar Íslands segir að alls hafi borist 49 tilkynningar um tjón af völdum jarðskjálfta frá því hrinan hófst á Reykjanesskaga þann 24. febrúar. „Af þessum 49 eru tvær sem bárust eftir stóra skjálftann í gær og eru þær báðar frá Hafnarfirði. Mér sýnist að í gær hafi helst orðið tjón vegna þess að lausamunir féllu um koll. Það gæti verið að við eigum eftir að fá fleiri tilkynningar ef um verulegt tjón hefur verið að ræða en það er frekar ólíklegt því íslensk hús eru byggð til að þola svo mikið álag,“ segir Hulda. Hulda segir að frá 24. febrúar hafi nokkrar tilkynningar um tjón borist á hverjum degi. „Allar tilkynningarnar sem ég hef séð eru vegna minniháttar tjóna og fara ekki yfir eigináhættu nema í einstökum tilfellum. Fólk fær ekki greitt úr tryggingum nema tjón sé metið hærra en tvöhundruðþúsund krónur á lausamunum og innbúi og fjögurhundruð þúsund krónur á húseignum. Tryggingin er hugsuð sem hamfaratrygging þannig að hún kemur inn þegar fólk verður fyrir stjórtjóni, “ segir Hulda. Aðspurð hvað íslensk hús þoli stöðugt álag af völdum jarðskjálfta lengi svarar Hulda. „Íslensk hús eru byggð til að þola mikið álag og ef ekki verður tjón á burðavirki húsa þá þola þau jarðskjálftana vel. En ef atburður er það stór að burðavirki skemmist þá erum við að tala um allt annað. Ef það kæmu til að mynda nokkrir skjálftar yfir sex að stærð og það yrðu skemmdir á burðavirki þá hefur hver skjálfti eftir það áhrif á álagsþol húsa, en þá er um allt aðra sviðsmynd að ræða en hefur verið undanfarið,“ segir Hulda. Allar húseignir og lausamunir á Íslandi sem eru brunatryggðir hjá tyggingafélögum, eru tryggðar hjá Náttúruhamfaratrygginum Íslands. Hulda segir mikilvægt að fólk fari yfir hvort vátryggingaupphæð samsvari verðmæti innbús. „Ég hef heyrt að fólk sé að duglegt að afla sér upplýsinga hjá tryggingfélögunum að þeirra tryggingar séu í lagi. Ef tryggingarnar hafa ekki verið í lagi hefur fólk verið að hækka þær á innbúum sem er mjög jákvætt í þessu ástandi,“ segir Hulda. Hér að neðan má sjá lista yfir þau ellefu sveitarfélögum þar sem hefur verið tilkynnt um tjón hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands frá því jarðskjálftahrinann hófst á Reykjanesi þann 24. febrúar. 101 Reykjavík 102 Reykjavík 104 Reykjavík 105 Reykjavík 107 Reykjavík 108 Reykjavík 109 Reykjavík 111 Reykjavík 112 reykjavík 116 Reykjavík 190 Vogar 191 Vogar 200 Kópavogur 210 Garðabær 220 Hafnarfjörður 221 Hafnarfjörður 225 Garðabær 230 Reykjanesbær 235 Suðurnesjabær 240 Grindavíkurbær 260 Reykjanesbær 300 Akraneskaupstaður 800 Árborg
Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Tengdar fréttir Vörur hrundu úr hillum þegar jarðskjálftinn reið yfir Vörur hrundu úr hillum verslunar Nettó í Grindavík þegar heldur kröftugur skjálfti, sem var 5,4 að stærð, reið yfir klukkan 14:15 í dag. Skjálftinn átti upptök sín um fimm kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli. 14. mars 2021 16:11 Tjónatilkynningar orðnar átján og margir að yfirfara tryggingar Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur fengið 18 tilkynningar um tjón vegna skjálftana. Þá eru margir að yfirfara innbús-og heimilistryggingar sínar hjá tryggingafélögunum. 2. mars 2021 13:20 Ekki sjálfgefið að innbúið sé tryggt fyrir tjóni sem verður í náttúruhamförum Lauslega áætlað er talið að allt að þrjátíu prósent innbúa og lausafjár heimila og fyrirtækja hér á landi séu ekki tryggð fyrir tjóni sem getur orðið vegna náttúruhamfara. 25. febrúar 2021 13:15 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Vörur hrundu úr hillum þegar jarðskjálftinn reið yfir Vörur hrundu úr hillum verslunar Nettó í Grindavík þegar heldur kröftugur skjálfti, sem var 5,4 að stærð, reið yfir klukkan 14:15 í dag. Skjálftinn átti upptök sín um fimm kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli. 14. mars 2021 16:11
Tjónatilkynningar orðnar átján og margir að yfirfara tryggingar Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur fengið 18 tilkynningar um tjón vegna skjálftana. Þá eru margir að yfirfara innbús-og heimilistryggingar sínar hjá tryggingafélögunum. 2. mars 2021 13:20
Ekki sjálfgefið að innbúið sé tryggt fyrir tjóni sem verður í náttúruhamförum Lauslega áætlað er talið að allt að þrjátíu prósent innbúa og lausafjár heimila og fyrirtækja hér á landi séu ekki tryggð fyrir tjóni sem getur orðið vegna náttúruhamfara. 25. febrúar 2021 13:15