Starfsmaður Borgarsels sýktur af kórónuveirunni Starfsmaður í Borgarseli greindist með Covid-19 síðastliðinn fimmtudag. 26.8.2020 17:02
Herða leitina að uppruna smitsins vegna mótsagnakenndra niðurstaðna Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem greindist með kórónuveiruna á laugardag fór aftur í sýnatöku í vikunni. Í þeirri sýnatöku fannst veiran ekki í íbúanum. Hefur mótefnamæling einnig leitt í ljós að íbúinn er ekki með mótefni fyrir veirunni. 26.8.2020 15:27
Tekjutengdar bætur til sex mánaða og hlutabótaleiðin framlengd um tvo Hlutabótaleiðin verður framlengd um tvo mánuði, tekjutengdar atvinnuleysisbætur fást greiddar í sex mánuði og laun í sóttkví verða greidd til ársins 2021. 26.8.2020 12:40
Skilur vel svekktan þjálfara Fram: „Sjálfur styð ég líka mitt lið meira af ástríðu en yfirvegun“ Orðaskakið hafi verið um dómgæslu í hita leiksins. 26.8.2020 10:56
Inda fékk sér húðflúr af Kára Stefánssyni: „Ég á það til að vera hvatvís“ Kona sem fékk sér húðflúr af Kára Stefánssyni á kálfann segist eiga það til að vera hvatvís. Viðbrögðin hafa verið mikil en henni sjálfri finnst gagnrýni netverja skemmtilegust. 25.8.2020 19:13
Krafturinn í tívolíbombunni svipaður og í handsprengju Karlmaður á sextugsaldri missti framan af handlegg eftir að hafa borið eld að þriggja tommu tívolíbombu í Heiðmörk. Búið var að eiga við samskonar bombu sem fannst á vettvangi. Krafturinn úr slíkum flugeldum er svipaður og í handsprengju. 24.8.2020 20:00
Sprenging í Heiðmörk: „Vinstri handleggurinn hafði sprungið og horfið fyrir ofan olnboga“ Maðurinn sem slasaðist alvarlega eftir að þriggja tommu tívolíbomba sprakk í Heiðmörk í gær virðist hafa borið eld að henni. 24.8.2020 11:02
Segir mikil verðmæti fólgin í daglegu lífi á Íslandi án veirunnar Bandarískur farsóttarfræðingur segir Ísland í kjörstöðu til að verja sig fyrir kórónuveirunni með skimunum og sóttkví á landamærunum. Yfirvöld hafi tök á að veita Íslendingum afar verðmæta gjöf, sem sé daglegt líf án veirunnar. 20.8.2020 18:48
Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. 17.8.2020 18:30
Telur líklegt að veiran komi frá Austur-Evrópu Hann segir líkur á að veiran komi frá landi þar sem faraldurinn hefur verið í langan tíma eða smitað mjög stóran hóp af fólki. 11.8.2020 18:30