Davíð tekur við af Árna sem framkvæmdastjóri Gildis Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs hefur gengið frá ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra sjóðsins. Mun það vera Davíð Rúdólfsson en hann hefur starfað hjá sjóðnum síðan árið 2008. 27.4.2023 19:13
Tveir handteknir vegna andláts á Selfossi Tveir voru handteknir á Selfossi í dag vegna andláts sem varð í bænum. Að sögn lögreglu eru málsatvik enn óljós og er frumrannsókn í gangi. 27.4.2023 19:04
Rihanna fetar í fótspor Ladda Barbadoska söngkonan Rihanna mun talsetja fyrir Strympu í nýrri mynd Paramount um Strumpana frá Strumpalandi. Hún fetar þar með í fótspor Katy Perry, Demi Lovato og Ladda sem talaði fyrir alla Strumpana í sjónvarpsþáttum um litlu bláu verurnar. 27.4.2023 18:55
Sextíu prósent fleiri farþegar en á sama tíma í fyrra Rekstrartekjur Icelandair námu 33,3 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2023. Jukust þær um 47 prósent milli ára. Félagið tapaði sjö milljörðum króna á ársfjórðungnum en veðurtengdar raskanir höfðu neikvæð áhrif á afkomuna. 27.4.2023 18:32
Konan sem ásakaði Emmett Till um áreitni er látin Carolyn Bryant Donham, konan sem sakaði svarta drenginn Emmett Till um að hafa áreitt sig í matvöruverslun árið 1955, er látin, 88 ára að aldri. 27.4.2023 18:09
Eyjólfur Árni vill halda áfram sem formaður SA Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku samtakanna. Eyjólfur hefur verið formaður síðastliðin sex ár. 27.4.2023 17:28
„Þetta er að verða þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki“ Flugfélagið Play hefur verið í mikilli sókn síðustu mánuði og hefur verið að vaxa á gríðarlegum hraða. Ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt í dag en tekjur félagsins tæplega fjórföldust á einu ári. Forstjóri félagsins segist skíthræddur um að félagið vaxi of hratt, en þó er vel passað upp á að það gerist ekki. 27.4.2023 16:02
Bein útsending: Grænt stökk í mannvirkjagerð Fundur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um grænt stökk í mannvirkjagerð fer fram á Grand Hótel í dag klukkan 13. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi neðar í fréttinni. 27.4.2023 12:31
Nakinn leigusali ekki lögmæt forsenda leigulækkunar Að mati dómstóls í Þýskalandi er það ekki lögmæt forsenda til leigulækkunar að leigusalinn eigi það til að fara allsber í sólbað í garðinum. Fyrirtæki sem leigði hæð í húsi mannsins neitaði að borga leigu vegna athæfisins. 26.4.2023 17:05
Talinn hafa strokið úr fangelsi og myrt mann Lögreglan í Mississippi leitar nú fjögurra manna sem struku úr fangelsi í ríkinu í vikunni. Talið er að einn þeirra hafi myrt mann og rænt bílnum hans. 26.4.2023 16:38