Óttast ekki að fleiri fái óverðskuldaðar gráður Bjarki Sigurðsson skrifar 18. september 2023 19:04 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Arnar Nýtt fyrirkomulag við fjármögnun háskólanna var kynnt í dag. Gert er ráð fyrir að það skili auknum gæðum í íslensku háskólanámi. Forseti landssamtaka íslenskra stúdenta óttast að það verði til þess að færri komist í háskóla en fyrir breytingu. Kerfisbreytingin var kynnt í Grósku í dag og voru þar helstu toppar háskólasamfélagsins mættir að fylgjast með. Er þetta í fyrsta sinn síðan árið 1999 sem fjármögnunarkerfinu er breytt. Mikil aukning á fjárveitingum vegna útskriftarnema Fyrir breytingu fá skólarnir mest fjármagn fyrir þá nemendur sem skráðir eru í skólann, sama hvort þeir standi sig eða ekki. Í nýja kerfinu fá skólarnir fjármagn fyrir hverja einingu sem nemandi líkur. Í staðinn fyrir að skólarnir fái 350 þúsund krónur fyrir að útskrifa nemanda úr grunnnámi munu þeir fá eina komma eina milljón króna. Þá fer greiðsla fyrir útskrift úr meistaranámi úr 355 þúsund krónum í tvær komma tvær milljónir króna. Ráðherra segist ekki óttast að háskólarnir keyri nemendur í gegnum námið sem eiga það ekki endilega skilið að útskrifast. „Gæðakerfi háskólanna er mjög umfangsmikið. Bæði innra og ytra, svo er það líka alþjóðlegt og hingað koma alþjóðlegir sérfræðingar og taka út gæðakerfi íslenskra háskóla. Þetta á því alls ekki að minnka gæðin heldur þvert á móti auka þau eins og við höfum séð gerast með svona breytingum á Norðurlöndunum,“ segir Áslaug. Vill sjá skólana á heimsmælikvarða Hún kveðst hafa aukið fjármagn til háskólanna og vonast eftir því að skólarnir hér á landi verði á heimsmælikvarða á næstu árum. „Við eigum ekki háskóla í topp 100 í heiminum á meðan Norðurlöndin hafa öll átt háskóla þar. Þannig við þurfum að sækja fram. Þess vegna er í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 6 milljarða króna aukning til háskólastigsins og 3,5 milljarðar sem koma strax á næsta ári,“ segir Áslaug. Óttast að færri komist inn Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, segist vera ánægð með margt í nýja kerfinu. Hún óttast þó að erfiðara verði fyrir nemendur að komast inn í skólana. „Það sem við höfum áhyggjur af er að þetta geti leitt til þess að háskólarnir þurfi að vera aðeins selektívari á því hvaða nemendum þeir hleypa inn, með öðrum orðum að það geti leitt til aukinnar aðgangsstýringar. Það getur verið mjög alvarlegt og heft aðgengi ýmissa hópa að námi,“ segir Alexandra. Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Kerfisbreytingin var kynnt í Grósku í dag og voru þar helstu toppar háskólasamfélagsins mættir að fylgjast með. Er þetta í fyrsta sinn síðan árið 1999 sem fjármögnunarkerfinu er breytt. Mikil aukning á fjárveitingum vegna útskriftarnema Fyrir breytingu fá skólarnir mest fjármagn fyrir þá nemendur sem skráðir eru í skólann, sama hvort þeir standi sig eða ekki. Í nýja kerfinu fá skólarnir fjármagn fyrir hverja einingu sem nemandi líkur. Í staðinn fyrir að skólarnir fái 350 þúsund krónur fyrir að útskrifa nemanda úr grunnnámi munu þeir fá eina komma eina milljón króna. Þá fer greiðsla fyrir útskrift úr meistaranámi úr 355 þúsund krónum í tvær komma tvær milljónir króna. Ráðherra segist ekki óttast að háskólarnir keyri nemendur í gegnum námið sem eiga það ekki endilega skilið að útskrifast. „Gæðakerfi háskólanna er mjög umfangsmikið. Bæði innra og ytra, svo er það líka alþjóðlegt og hingað koma alþjóðlegir sérfræðingar og taka út gæðakerfi íslenskra háskóla. Þetta á því alls ekki að minnka gæðin heldur þvert á móti auka þau eins og við höfum séð gerast með svona breytingum á Norðurlöndunum,“ segir Áslaug. Vill sjá skólana á heimsmælikvarða Hún kveðst hafa aukið fjármagn til háskólanna og vonast eftir því að skólarnir hér á landi verði á heimsmælikvarða á næstu árum. „Við eigum ekki háskóla í topp 100 í heiminum á meðan Norðurlöndin hafa öll átt háskóla þar. Þannig við þurfum að sækja fram. Þess vegna er í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 6 milljarða króna aukning til háskólastigsins og 3,5 milljarðar sem koma strax á næsta ári,“ segir Áslaug. Óttast að færri komist inn Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, segist vera ánægð með margt í nýja kerfinu. Hún óttast þó að erfiðara verði fyrir nemendur að komast inn í skólana. „Það sem við höfum áhyggjur af er að þetta geti leitt til þess að háskólarnir þurfi að vera aðeins selektívari á því hvaða nemendum þeir hleypa inn, með öðrum orðum að það geti leitt til aukinnar aðgangsstýringar. Það getur verið mjög alvarlegt og heft aðgengi ýmissa hópa að námi,“ segir Alexandra.
Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum