Rof á útsendingu RÚV í nótt Bilun varð í kerfi Ríkisútvarpsins sem olli því að tímabundið rof varð á útsendingu Rásar 1 og Rásar 2 á fimmta tímanum í nótt. Unnið er að því að endurræsa öll kerfi að nýju. 25.4.2023 07:01
Tork gaur: Undantekningin sem sannar ekkert endilega regluna Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í sjöunda þætti annarrar þáttaraðar er Volvo C40 tekinn fyrir. 25.4.2023 07:00
Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25.4.2023 06:45
Innbrotsþjófar á faraldsfæti í nótt Innbrotsþjófar voru á ferð víð og dreif um höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi og í nótt. Ekki tókst að handtaka alla þá og komust einhverjir á brott með þýfi. Þá var mikið um að lögregla hafi þurft að vísa fólki í annarlegu ástandi úr heimahúsi í nótt. 25.4.2023 06:18
Stýrivextir lækki ekki fyrr en um mitt næsta ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 3,2 prósenta hagvexti á Íslandi í ár. Gert er ráð fyrir því að vextir haldi áfram að hækka og mun það eiga stóran þátt í því að það hægir á hagkerfinu. Spáir bankinn því að stýrivextir fari ekki að lækka fyrr en um mitt næsta ár. 24.4.2023 09:36
Eldur kviknaði í dreka sem Mikki mús átti að sigra Eldur kviknaði í véldrekanum Meinhyrnu í Disneyland í Kaliforníu á laugardagskvöld. Kviknaði eldurinn í miðju atriði í skemmtigarðinum en venjan er sú að Mikki mús sigri drekann. Eldurinn var þó fyrri til í þetta skiptið. 24.4.2023 09:00
Fjarlægir niðrandi ummæli um Keanu Reeves úr ævisögu sinni Leikarinn Matthew Perry hefur lofað að fjarlægja ummæli sínum Keanu Reeves úr framtíðar eintökum af ævisögu sinni, Friends, Lovers, and the Big Terrible Thing. Bókin kom út í fyrra og vöktu ummæli Perry í bókinni mikla athygli. 24.4.2023 07:40
Spydeberg-tvíburasysturnar létust líklegast vegna heróinofskammts Tvíburasysturnar Mille Andrea og Mina Alexandra Hjalmarsen, sem fundust látnar í Spydeberg í Noregi í janúar, létust líklegast af völdum ofskammts af heróíni. Tveir menn eru enn í haldi lögreglu vegna málsins. 24.4.2023 07:12
Áreitti fólk við verslunarkjarna og stal bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gær tilkynningu um mann sem var að áreita fólk við verslunarkjarna. Stuttu síðar stal sami maður bíl sem hafði verið skilinn eftir í gangi fyrir utan veitingastað. Lögreglunni tókst að finna bílinn og stöðvuðu för mannsins. Var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa, grunaður um nytjastuldur, akstur undir áhrifum, eignaspjöll og akstur án réttinda. 24.4.2023 06:46
Bed Bath & Beyond gjaldþrota Verslunarkeðjan Bed Bath & Beyond hefur óskað eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Mun öllum verslunum þeirra vera lokað á næstu vikum. Verða allar eignir félagsins seldar á næstu vikum. 24.4.2023 06:39