Handalögmál milli þingmanna í þingsal Það kom til slagsmála á þinginu í Síerra Leóne í dag þegar flokkurinn sem er við stjórn í landinu reyndi að koma í gegn breytingum á kosningakerfi landsins. Þingmenn reyndu að slá hvorn annan og grýttu hlutum í kollega sína. 24.11.2022 23:35
Greta Salóme orðin móðir Tónlistarkonan Greta Salóme Stefánsdóttir eignaðist í dag sitt fyrsta barn ásamt unnusta sínum, Elvari Þór Karlssyni. 24.11.2022 22:16
Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 24.11.2022 21:55
„Hræðilega afbakaðir“ titlar ekkert samanborið við þá upprunalegu Svokallaður „Tinnafræðingur“ er allt annað en sáttur með að Tinnabækurnar hafi verið þýddar á ný þegar hafið var að endurútgefa þær fyrir tveimur árum. Hann segir það vera synd að yngstu kynslóðir Íslendinga fái ekki að njóta þeirra frábæru þýðinga sem til eru fyrir. 24.11.2022 21:26
Ásdís og Katla taka við rekstri Lovísu Ásdís Bjarkadóttir og Katla Sif Friðriksdóttir hafa gengið frá kaupum á kynlífstækjaversluninni Lovísu. Þær taka við rekstrinum af stofnanda verslunarinnar, Jóni Þór Ágústssyni, sem ætlar að einbeita sér að öðrum verkefnum. 24.11.2022 19:59
„Íshokkíkóngurinn“ er látinn Fyrrverandi íshokkíkappinn Börje Salming lést í dag, 71 árs að aldri. Hann tilkynnti í ágúst á þessu ári að hann glímdi við MND-sjúkdóminn sem að lokum dró hann til dauða. Gælunafn Salming á íshokkísvellinu var The King eða Kóngurinn. 24.11.2022 18:37
Fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnakláms Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa aflað sér og haft í vörslum sínum tæki sem innihéldu mikið magn af barnaklámi. Maðurinn játaði brot sín skýlaust en dómur yfir honum var kveðinn við héraðsdóm Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. 22.11.2022 22:47
Byrjaðir að vinna að Leynilöggu 2 Leynilögga 2 gæti orðið jólamynd ársins 2024. Aðstandendur myndarinnar hafa sest niður og hafið vinnslu á verkefninu. 22.11.2022 21:39
Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22.11.2022 20:50
Eignaðist tvíbura með þrítugum fósturvísum Hjón í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum eignaðust undir lok síðasta mánaðar tvíbura. Þau notuðust við fósturvísa sem höfðu verið frystir í apríl árið 1992. Um er að ræða heimsmet. 22.11.2022 19:00