Sendi fjölskyldu sína úr landi af ótta við stungumanninn Eigandi OK Market í Valshverfinu sendi fjölskyldu sína úr landi vegna hótana manns sem síðan stakk hann í versluninni í síðustu viku. Hann segir manninn hafa áreitt sig stanslaust í sex ár og lögregluna ekki gera neitt til þess að aðstoða hann. Maðurinn heldur áfram að hóta honum þrátt fyrir að vera í gæsluvarðhaldi. 12.3.2024 14:54
Gengið vel að fá upplýsingar frá meintum mansalsþolendum Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarsson. Þeim var létt þegar lögreglan handtók sex manns í tengslum við málið. 11.3.2024 18:26
„Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki“ Formaður MATVÍS segir meðferðina á starfsfólki hjá fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar hafa verið skelfilega. Ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum stöðum hefur fjölgað eftir að upp komst um málið. 11.3.2024 12:16
Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9.3.2024 07:54
Maður um tvítugt lést í mótorhjólaslysinu í Heiðmörk Karlmaður um tvítugt lést í mótorhjólaslysinu sem varð í Heiðmörk um kvöldmatarleytið í gær. Maðurinn ók mótorhjólinu vestur Heiðmerkurveg en virðist hafa misst stjórn á hjólinu og hafnaði utan vegar. 8.3.2024 09:36
Óttast að mál Davíðs ýti undir fordóma gagnvart Víetnömum Aðjunkt við Háskóla Íslands óttast að mál Davíðs Viðarssonar ýti undir fordóma gegn fólki frá Víetnam. Hún segist aldrei áður hafa heyrt af því að Víetnamar séu fluttir hingað til lands í vinnumansali. 7.3.2024 20:01
Ráðast ekki í frekari aðgerðir vegna Davíðs enn sem komið er Mál athafnamannsins Davíðs Viðarssonar og fimm annarra sem eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um peningaþvætti, mansal og skipulagða glæpastarfsemi er nú til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Ekki verður ráðist í frekari aðgerðir vegna málsins sem stendur. 7.3.2024 12:18
Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6.3.2024 12:28
ECIT Virtus kaupir bókhalds- og launaþjónustu PwC Bókhalds- og launaþjónusta PwC í Reykjavík hefur færst yfir til félagsins ECIT Virtus. Starfsemin verður héðan í frá rekin undir merkjum Virtus. 1.3.2024 17:06
Eitursölumaður talinn tengjast 130 sjálfsvígum Hinn úkraínski Leonid Zakutenko er talinn hafa selt yfir 130 manns eitur sem fólkið notaði síðan til að svipta sig lífi. Hann er talinn hafa selt eitrið í mörg ár. 1.3.2024 16:27