„Það á enginn að þurfa að bera sorgir sínar og raunir út á torg“ Aðstandendur fíkla boðuðu til mótmæla á Austurvelli í dag. Fluttar voru kröftugar ræður og kröfðust mótmælendur breytinga í kerfinu. Baulað var á heilbrigðisráðherra sem var þó ekki á staðnum. 9.12.2023 19:14
Vignir Vatnar Íslandsmeistari í hraðskák Vignir Vatnar Stefánsson er nýr Íslandsmeistari í hraðskák en mótið fór fram í höfuðstöðvum Landsbankans í dag. Um það bil níutíu skákmenn kepptu um titilinn. 9.12.2023 17:48
Fjórar vikur frá rýmingu: Enn óvíst hvenær fólk flytur heim Fjórar vikur eru síðan Grindavíkurbær var rýmdur. Einhverjir bæjarbúar vilja komast heim en bæjarstjórinn segir það enn ekki vera orðið fullkomlega öruggt. 9.12.2023 11:51
Vilja reisa hótel, baðlón og tólf einbýlishús á eyju við Hellu Eigendur Gaddstaðaeyjar við Hellu hafa óskað eftir breytingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar á eyjunni. Vilja þeir meðal annars reisa þar einbýlishús og baðlón. 9.12.2023 07:00
Norrænir forsætisráðherrar funda í Noregi um öryggismál Forsætisráðherrar Norðurlandanna munu miðvikudaginn 13. desember funda saman um norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum. 8.12.2023 18:51
Uppfæra hættumatskort í Grindavík Umbrotahrinunni sem hófst með landrisi við Svartsengi í október er ekki lokið samkvæmt nýrri færslu Veðurstofunnar. Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir við Svartsengi eru líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. 8.12.2023 16:32
Reyndi að kveikja í æskuheimili Martin Luther King Kona var í dag handtekin eftir að hún reyndi að kveikja í æskuheimili jafnréttisleiðtogans Martin Luther King Jr. Gangandi vegfarendur náðu að stöðva konuna áður en hún náði að bera eld að eldsneyti sem hún hafði helt niður við húsið. 8.12.2023 16:11
Írar kveðja MacGowan Íbúar Dyflinnar, höfuðborgar Írlands, kvöddu söngvarann Shane MacGowan á götum úti í dag. MacGowan verður jarðsettur í heimabæ fjölskyldu móður sinnar seinna í dag. 8.12.2023 15:07
Máttu ekki nota ökurita til að sjá hvað hádegishléið væri langt Íslandspóstur mátti ekki nota upplýsingar úr ökurita í bifreið sem starfsmaður hafði afnot af sem uppsagnarástæðu. Notkun Íslandspósts á upplýsingunum var hvorki gagnsæ né sanngjörn samkvæmt úrskurði Persónuverndar. 8.12.2023 13:55
Mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna Mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar í Veröld, húsi Vigdísar, nú í hádeginu. Meðlimir hópsins hentu rauðbleiku glimmeri yfir ráðherra og fundinum var í kjölfarið aflýst. 8.12.2023 12:41