Eiga ekki von á að ráðherramálin verði rædd Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir fund stjórnarþingmanna sem fram fer á Þingvöllum í dag hafa verið skipulagðan fyrir nokkrum vikum síðan. Hún á ekki von á því að ráðherramálin verði rædd. 13.10.2023 09:19
Bjartviðri í borginni Í dag er von á norðanátt, tíu til átján metrum á sekúndu. Hvassast verður fyrir austan en bjartviðri verður á Suður- og Vesturlandi. Búist er við því að það lægi vestantil í kvöld. 13.10.2023 08:56
Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. 12.10.2023 21:01
Foreldrar verði að vera góð fyrirmynd þegar kemur að símanotkun Rithöfundur segir neyðarástand ríkja vegna stöðu ungmenna í ýmsum málum. Taka þurfi á málinu undir eins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir foreldra verða að taka spjallið og vera góðar fyrirmyndir. 12.10.2023 19:00
Óttast að spítalinn breytist í líkhús Átök Ísraela og Hamas-liða héldu áfram í nótt og í morgun. Palestínumenn segja að stærsti spítali Gasasvæðisins verði rafmagnslaus eftir fjóra daga fái þeir ekki eldsneyti til að halda rafstöðvum gangandi. Ákveðin upplýsingaóreiða ríkir vegna átakanna. 12.10.2023 12:28
Óttast um líf vina sinna Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið. 11.10.2023 21:13
Fjölmennt á samstöðufundi með palestínsku þjóðinni Fjölmennur samstöðufundur fór fram á Austurvelli seinni partinn í dag. Þar kom saman fólk sem vildi sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæma stríðsglæpi. 11.10.2023 19:41
Katrín segir hugsanlegt að Bjarni taki annað ráðuneyti Forsætisráðherra segir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að segja af sér ráðherraembætti vera virðingarverða og rétta. Ákvörðunin hafi þó alfarið komið frá honum sjálfum. Stjórnin standi traustum fótum og ekki sé von á kosningum. Hugsanlega komi Bjarni til með að taka við öðru ráðherraembætti. 10.10.2023 17:15
Treystir nefndinni þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna Dómsmálaráðherra segist treysta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála um ástandið í Venesúela, þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna í sama málefni fyrir skömmu. Ráðherra segir það vera hluta af kerfinu að fólkið snúi til síns heima. 1.10.2023 21:01
„Við borgum það ekki með glöðu geði, heldur með óbragð í munni“ Gjaldskyldutími í bílastæði miðsvæðis í Reykjavík lengdist í dag og borga þarf meira á ákveðnum stöðum. Verslunareigendur segja gjaldtökuna ósanngjarna og skref í ranga átt. 1.10.2023 19:16