Há laun og dýr bjór séu vandamál ÁTVR Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2024 21:00 Arnar Sigurðsson er stofnandi og eigandi Santé. Vísir/Ívar Fannar Eigandi netsölu á áfengi gagnrýnir að forstjóri ÁTVR kenni netsölu um samdrátt í hagnaði verslunarinnar. Löngu tímabært sé að leggja ÁTVR niður, sem hafi einfaldlega lent undir á samkeppnismarkaði. Í ársskýrslu ÁTVR fyrir árið 2023 kemur fram að arðgreiðsla verslunarinnar í ríkissjóð nemi fimm hundruð milljónum og lækki um 400 milljónir milli ára. Salan á áfengi minnkaði um tvö prósent milli ára og í formála Ívars Arndals, forstjóra ÁTVR, segir hann það rökrétt að álykta að sökudólgurinn séu netsölur áfengis. Fjögur ár séu síðan ÁTVR kærði netsölu til lögreglu en ekkert hafi heyrst frá henni á þessum tíma. Spyr hvers vegna þurfi ríkisstofnun Arnar Sigurðsson, eigandi Santé sem selur áfengi á netinu, telur að netverslanirnar séu ekki vandamálið, þvert á móti sé það ÁTVR. „Að sjálfsögðu ætti að leggja þetta niður eins og grænmetisverslun landbúnaðarins og mjólkurbúðir á sínum tíma. Það er engin þörf á þessu, þetta stenst engin rök. Einstaklingar eru að selja skotvopn, sprengiefni, geislavirk efni og svo framvegis. Hvers vegna þarf ríkisstofnun til að selja þetta? Ég hef ekki séð nein rök fyrir því. Það mætti að mínu mati skala þetta niður snarlega og hætta þessari starfsemi,“ segir Arnar. Klippa: Vill leggja ÁTVR niður Há laun og dýr bjór Hann telur ÁTVR einfaldlega verða undir á samkeppnismarkaði. „ÁTVR er bundið á því að versla við heildsala, þeir flytja ekki inn neinar vörur. Við erum að flytja inn bjór sem kemur beint frá Belgíu og er 39 prósent ódýrari en hjá ríkinu. Þetta er kannski ein af ástæðunum fyrir því hvers vegna þeir eru að verða undir í samkeppninni,“ segir Arnar. Aukinn launakostnaður hjá ÁTVR hljóti líka að hafa áhrif. „Þeir til dæmis auka stjórnunarkostnað þannig reksturinn á skrifstofunni hjá Ívari og vinum hans kostar íslenskan almenning um 550 milljónir á þessu ári. Stjórnunarkostnaðurinn eykst um 120 milljónir, ekki bara á þessu ári heldur líka á síðasta ári. Þannig að á hverju ári erum við að borga Ívari og félögum hans 240 milljónum meira heldur en var fyrir þremur árum síðan,“ segir Arnar. Áfengi og tóbak Stjórnsýsla Verslun Neytendur Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Í ársskýrslu ÁTVR fyrir árið 2023 kemur fram að arðgreiðsla verslunarinnar í ríkissjóð nemi fimm hundruð milljónum og lækki um 400 milljónir milli ára. Salan á áfengi minnkaði um tvö prósent milli ára og í formála Ívars Arndals, forstjóra ÁTVR, segir hann það rökrétt að álykta að sökudólgurinn séu netsölur áfengis. Fjögur ár séu síðan ÁTVR kærði netsölu til lögreglu en ekkert hafi heyrst frá henni á þessum tíma. Spyr hvers vegna þurfi ríkisstofnun Arnar Sigurðsson, eigandi Santé sem selur áfengi á netinu, telur að netverslanirnar séu ekki vandamálið, þvert á móti sé það ÁTVR. „Að sjálfsögðu ætti að leggja þetta niður eins og grænmetisverslun landbúnaðarins og mjólkurbúðir á sínum tíma. Það er engin þörf á þessu, þetta stenst engin rök. Einstaklingar eru að selja skotvopn, sprengiefni, geislavirk efni og svo framvegis. Hvers vegna þarf ríkisstofnun til að selja þetta? Ég hef ekki séð nein rök fyrir því. Það mætti að mínu mati skala þetta niður snarlega og hætta þessari starfsemi,“ segir Arnar. Klippa: Vill leggja ÁTVR niður Há laun og dýr bjór Hann telur ÁTVR einfaldlega verða undir á samkeppnismarkaði. „ÁTVR er bundið á því að versla við heildsala, þeir flytja ekki inn neinar vörur. Við erum að flytja inn bjór sem kemur beint frá Belgíu og er 39 prósent ódýrari en hjá ríkinu. Þetta er kannski ein af ástæðunum fyrir því hvers vegna þeir eru að verða undir í samkeppninni,“ segir Arnar. Aukinn launakostnaður hjá ÁTVR hljóti líka að hafa áhrif. „Þeir til dæmis auka stjórnunarkostnað þannig reksturinn á skrifstofunni hjá Ívari og vinum hans kostar íslenskan almenning um 550 milljónir á þessu ári. Stjórnunarkostnaðurinn eykst um 120 milljónir, ekki bara á þessu ári heldur líka á síðasta ári. Þannig að á hverju ári erum við að borga Ívari og félögum hans 240 milljónum meira heldur en var fyrir þremur árum síðan,“ segir Arnar.
Áfengi og tóbak Stjórnsýsla Verslun Neytendur Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira