„Það er miður að það falli til kostnaður vegna þessa“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2024 12:13 Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir það miður að farga þurfti þrjátíu þúsund eintökum af bók á vegum ráðuneytisins. Hann segist hafa rætt málið við fyrrverandi forsætisráðherra og þau hafi verið sammála um niðurstöðuna. Í næsta mánuði stefnir forsætisráðuneytið á að gefa út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær í tilefni af áttatíu ára afmælis lýðveldisins. Verkefnið var hugarfóstur fyrrverandi forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, sem hafði skrifað formála bókarinnar. Þegar Katrín baðst lausnar úr embættinu til þess að fara í forsetaframboð var prentun bókarinnar hafin. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að þar með hafi hann staðið frammi fyrir þeirri spurningu hvort eðlilegt væri að formálinn væri Katrínar. „Það er í raun og veru spurningin sem þurfti að svara. Þegar henni hafði verið svarað þá var hitt afleiðing af því. Við komumst að þeirri niðurstöðu að það væri eðlilegt að nýr forsætisráðherra myndi skrifa nýjan formála bókar sem kemur út í júní. Ég ræddi þetta við Katrínu, mér fannst við sammála því,“ segir Bjarni. Þrjátíu milljónir króna voru settar í verkefnið. Þrátt fyrir förgunina segir Bjarni verkefnið virðast halda kostnaðaráætlun. „Ég verð að játa það að ég veit ekki nákvæmlega hversu langt verkið var komið. En það voru mörg eintök í framleiðslu sem þurfti að farga. Það breytir því ekki að sú kostnaðaráætlun sem við vorum með, við teljum að hún muni standast fyrir þetta verkefni,“ segir Bjarni. Hann játar að þetta sé ansi klúðurslegt en förgun og endurprentun kostar ríkið nokkrar milljónir. „Það er miður að það falli til kostnaður vegna þessa,“ segir Bjarni. Bókaútgáfa Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Bjarni ætlar að geta Katrínar í formálanum Tekist var á um bók sem forsætisráðuneytið í samstarfi við Forlagið hyggst gefa út um fjallkonuna á þingi í dag. Inga Sæland spurði hvort til stæði að rífa formálann úr í hvert skipti sem nýr forsætisráðherra sest í stólinn? 16. maí 2024 15:04 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Í næsta mánuði stefnir forsætisráðuneytið á að gefa út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær í tilefni af áttatíu ára afmælis lýðveldisins. Verkefnið var hugarfóstur fyrrverandi forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, sem hafði skrifað formála bókarinnar. Þegar Katrín baðst lausnar úr embættinu til þess að fara í forsetaframboð var prentun bókarinnar hafin. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að þar með hafi hann staðið frammi fyrir þeirri spurningu hvort eðlilegt væri að formálinn væri Katrínar. „Það er í raun og veru spurningin sem þurfti að svara. Þegar henni hafði verið svarað þá var hitt afleiðing af því. Við komumst að þeirri niðurstöðu að það væri eðlilegt að nýr forsætisráðherra myndi skrifa nýjan formála bókar sem kemur út í júní. Ég ræddi þetta við Katrínu, mér fannst við sammála því,“ segir Bjarni. Þrjátíu milljónir króna voru settar í verkefnið. Þrátt fyrir förgunina segir Bjarni verkefnið virðast halda kostnaðaráætlun. „Ég verð að játa það að ég veit ekki nákvæmlega hversu langt verkið var komið. En það voru mörg eintök í framleiðslu sem þurfti að farga. Það breytir því ekki að sú kostnaðaráætlun sem við vorum með, við teljum að hún muni standast fyrir þetta verkefni,“ segir Bjarni. Hann játar að þetta sé ansi klúðurslegt en förgun og endurprentun kostar ríkið nokkrar milljónir. „Það er miður að það falli til kostnaður vegna þessa,“ segir Bjarni.
Bókaútgáfa Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Bjarni ætlar að geta Katrínar í formálanum Tekist var á um bók sem forsætisráðuneytið í samstarfi við Forlagið hyggst gefa út um fjallkonuna á þingi í dag. Inga Sæland spurði hvort til stæði að rífa formálann úr í hvert skipti sem nýr forsætisráðherra sest í stólinn? 16. maí 2024 15:04 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Bjarni ætlar að geta Katrínar í formálanum Tekist var á um bók sem forsætisráðuneytið í samstarfi við Forlagið hyggst gefa út um fjallkonuna á þingi í dag. Inga Sæland spurði hvort til stæði að rífa formálann úr í hvert skipti sem nýr forsætisráðherra sest í stólinn? 16. maí 2024 15:04