Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Það er bara lægð á eftir lægð“

Lægð gengur yfir suðvesturhornið þessa stundina og færist hún norðaustur yfir landið í dag. Von er á annarri lægð á morgun og hafa gular viðvaranir verið gefnar út á vestanverðu landinu vegna hennar. Höfuðborgarbúar þurfa að bíða aðeins lengur eftir sumrinu. 

Gular við­varanir á morgun

Gular viðvaranir verða í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun. Búist er við allt að tuttugu metrum á sekúndu og gætu vindhviður náð 25 metrum á sekúndu. 

Lík­legt að á­rásirnar haldi á­fram

Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. 

Frekir kallar með rán­dýra bíla hafi hindrað tunnu­skipti

Nýjar ruslatunnur eru í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu en við breytinguna bætist ein tunna við í einbýli þar sem eru fleiri en þrír íbúar. Ekki eru allir sáttir með það og segir samskiptastjóri Sorpu að dæmi séu um að íbúar hafi hindrað sorphirðumenn frá því að vinna vinnuna sína vegna nýju tunnunnar. 

Hefja at­kvæða­greiðslur um verk­föll í 29 sveitar­fé­lögum

BSRB hefur boðað atkvæðagreiðslur um verkföll í 29 sveitarfélögum sem hefjast í dag. Ekki er hægt að greina frá hver sveitarfélögin eru þar sem eftir á að tilkynna starfsmönnum um atkvæðagreiðsluna. Framkvæmdastjóri bandalagsins segir ekki vera neitt sérstakt tilefni til að vera bjartsýnn á að deilan leysist á næstu dögum. 

Mikil­vægt að tæma dolluna

Samskiptastjóri Sorpu segir það mikilvægt að tæma nikótínpúðadollur áður en þær eru settar í endurvinnslu. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir þrátt fyrir að dollan eigi að fara í plastruslið. 

Net­á­rás gerð á Dal­víkur­byggð

Netárás var gerð á tölvukerfi Dalvíkurbyggðar í fyrrinótt. Ekki er talið að árásaraðilinn hafi komist yfir gögn í kerfum sveitarfélagsins. 

Börn leiki sér í læk með krabba­meins­valdandi efnum

Við mælingar í Kópavogslæk á árunum 2019 til 2020 mældust að minnsta kosti þrjú krabbameinsvaldandi efni yfir ársmeðaltali. Skýrsla um málið hefur ekki enn verið tekin fyrir hjá Umhverfisnefnd Kópavogsbæjar. 

Sjá meira