Grindavíkurfrumvarp í samráðsgátt Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. febrúar 2024 12:46 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Arnar Frumvarp um stuðning til handa Grindvíkingum verður birt í samráðsgátt stjórnvalda síðar í dag. Búist er við að það fái þinglega meðferð í næstu viku. Forsætisráðherra segir vel fylgst með stöðunni á Suðurnesjum. Þetta kom fram að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þar uppgjör á íbúðarhúsnæði í Grindavík og frumvarp þess efnis hafa verið meginuppistöðu fundarins. „Það frumvarp verður kynnt á samráðsgátt í dag þannig það verður þá til kynningar yfir helgina og óskað eftir athugasemdum,“ segir Katrín. Hún segir frumvarpið þegar hafa verið rætt í þverpólitískum hópi flokkanna. „Þannig að við munum þá væntanlega fá það inn í þinglega meðferð bara snemma í næstu viku og ég vonast svo sannarlega til þess að þetta þjóni þeim markmiðum sem við settum okkur í upphafi, það er að segja að eyða óvissu fyrir Grindvíkinga og tryggja það að íbúar Grindavíkur geti byggt sér upp heimili á nýjum stað.“ Efnisatriði kynnt síðar í dag Katrín segir að íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga verði það sem horft verði til í dag. Það sé forgangsatriði. „Efnisatriðin verða kynnt síðar í dag í samráðsgátt þegar frumvarpið verður birt, en það er búið að undirbúa þetta ágætlega, ekki bara með þessu samtali, bæði við fulltrúa flokka á Alþingi, líka við sveitarstjórnina og síðan hafa Náttúruhamfaratrygging og fjármálafyrirtæki verið hluti af samtalinu og hluti af lausninni.“ Katrín segist fylgjast vel með stöðunni á Suðurnesjum þar sem heitavatnslaust hefur verið frá því í gær. Ljóst sé að íbúar séu í óþægilegri stöðu. „Ég er að vonast til þess samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef að heita vatnið geti komist á seinna í dag, þannig að þetta verði aðeins skemmri tími en við sáum fram á í upphafi, það var ótrúlegt verk unnið í gær með heitavatnslögnina.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Þetta kom fram að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þar uppgjör á íbúðarhúsnæði í Grindavík og frumvarp þess efnis hafa verið meginuppistöðu fundarins. „Það frumvarp verður kynnt á samráðsgátt í dag þannig það verður þá til kynningar yfir helgina og óskað eftir athugasemdum,“ segir Katrín. Hún segir frumvarpið þegar hafa verið rætt í þverpólitískum hópi flokkanna. „Þannig að við munum þá væntanlega fá það inn í þinglega meðferð bara snemma í næstu viku og ég vonast svo sannarlega til þess að þetta þjóni þeim markmiðum sem við settum okkur í upphafi, það er að segja að eyða óvissu fyrir Grindvíkinga og tryggja það að íbúar Grindavíkur geti byggt sér upp heimili á nýjum stað.“ Efnisatriði kynnt síðar í dag Katrín segir að íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga verði það sem horft verði til í dag. Það sé forgangsatriði. „Efnisatriðin verða kynnt síðar í dag í samráðsgátt þegar frumvarpið verður birt, en það er búið að undirbúa þetta ágætlega, ekki bara með þessu samtali, bæði við fulltrúa flokka á Alþingi, líka við sveitarstjórnina og síðan hafa Náttúruhamfaratrygging og fjármálafyrirtæki verið hluti af samtalinu og hluti af lausninni.“ Katrín segist fylgjast vel með stöðunni á Suðurnesjum þar sem heitavatnslaust hefur verið frá því í gær. Ljóst sé að íbúar séu í óþægilegri stöðu. „Ég er að vonast til þess samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef að heita vatnið geti komist á seinna í dag, þannig að þetta verði aðeins skemmri tími en við sáum fram á í upphafi, það var ótrúlegt verk unnið í gær með heitavatnslögnina.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira