Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Biskup mun ekki stíga til hliðar

Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. 

Vel loðinn og vel liðinn

Hundurinn Trausti er einn vinsælasti starfskraftur Fossvogsskóla í Reykjavík. Hann er í fjörutíu prósent starfi í námsveri skólans og mætir alla miðvikudaga og föstudaga. Trausti er þriggja ára golden retriever og hlustar á krakkana lesa eða gengur um og býður fram aðstoð sína.

Þykjast vera dauðar til að losna við kyn­líf

Kvenkyns norrænir froskar nýta sér nokkrar leiðir til að komast hjá óumbeðnu kynlífi við karldýr sömu tegundar. Þykjast þau vera karlkyns, troða sér í burtu eða þykjast vera dauð.

Ó­venju mikið af lús á Vest­fjörðum

Óvenjuslæm staða er hvað varðar laxalús á í eldiskvíum á Vestfjörðum. Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað lyfjameðhöndlanir á átta eldissvæðum vegna þessa. 

Morðingi Abe fær sínu fram­gengt

Japanska ríkið hefur krafist þess að starfsemi Sameiningarkirkjunnar þar í landi verði lögð niður. Fyrrverandi forsætisráðherra Japan var myrtur vegna þess að morðingi hans taldi hann tengjast kirkjunni. 

Kynnar Söngva­keppninnar þurfa ekki að kynnast

Kynna Söngvakeppni sjónvarpsins í ár þarf ekki að kynna fyrir hvert öðru enda eru þeir þeir sömu og í fyrra, það eru Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigurður Þorri Gunnarsson og Unnsteinn Manuel Stefánsson. Lögin sem keppa í ár verða tilkynnt 27. janúar á næsta ári.

Eiga ekki von á að ráð­herra­málin verði rædd

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir fund stjórnarþingmanna sem fram fer á Þingvöllum í dag hafa verið skipulagðan fyrir nokkrum vikum síðan. Hún á ekki von á því að ráðherramálin verði rædd. 

Bjart­viðri í borginni

Í dag er von á norðanátt, tíu til átján metrum á sekúndu. Hvassast verður fyrir austan en bjartviðri verður á Suður- og Vesturlandi. Búist er við því að það lægi vestantil í kvöld.

Sjá meira