Skora á RÚV og vilja Ísrael út Bjarki Sigurðsson skrifar 12. desember 2023 08:44 Bragi Valdimar Skúlason er formaður stjórnar Félags tónskálda og textahöfunda. Silla Páls Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda hefur sent áskorun til útvarpsstjóra og stjórnar Ríkisútvarpsins þess efnis að taka ekki þátt í Eurovision-söngvakeppninni á næsta ári nema Ísraelum verði vikið úr keppni. „Okkur er öllum skylt að taka afstöðu gegn stríði og morðum á óbreyttum borgurum sem saklausum börnum. Við höfum alltaf val um að leggja ekki nafn okkar við slíkt hvort sem við erum einstaklingar eða stofnanir ríkisins. Við skuldum þeim þjóðum sem fara fram með offorsi í krafti hernaðarmáttar ekki að deila með þeim sviði á viðburði sem alla jafna einkennist af gleði og bjartsýni,“ segir í færslu félagsins á Facebook. Í samtali við fréttastofu segir Bragi Valdimar Skúlason, formaður stjórnar félagsins, að tilkynningin hafi verið send út í gær þar sem stjórn Ríkisútvarpsins á að funda í dag. „Við viljum að RÚV taki þessa ákvörðun, það sé ekki lagt á listafólk. Sem mun að öllum líkindum draga sig úr keppninni ef þetta verður óbreytt. Við erum að reyna að hvetja RÚV til að taka þessa ákvörðun svo það hvíli ekki á kannski fólki sem er eitthvað klofið milli samvisku sinnar og þess að fá tækifæri á stóra sviðinu sem er líka mjög eðlilegt. Við viljum frekar að ákvörðunin komi að ofan,“ segir Bragi. Viðbrögðin frá félagsmönnum hafa verið góð að sögn Braga. Þó sé þetta ekki pólitísk afstaða. „Bara að við sitjum öll við sama borð. Við erum að tala um sömu forsendur og Rússum var vikið úr keppni í fyrra,“ segir Bragi. „Það er krafa um að það verði það sama látið yfir Ísrael ganga eins og Rússa. Þegar svona mál eru í gangi, að það sé ekki hoppað upp á svið bara í góðum fíling.“ Eurovision Tónlist Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36 Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
„Okkur er öllum skylt að taka afstöðu gegn stríði og morðum á óbreyttum borgurum sem saklausum börnum. Við höfum alltaf val um að leggja ekki nafn okkar við slíkt hvort sem við erum einstaklingar eða stofnanir ríkisins. Við skuldum þeim þjóðum sem fara fram með offorsi í krafti hernaðarmáttar ekki að deila með þeim sviði á viðburði sem alla jafna einkennist af gleði og bjartsýni,“ segir í færslu félagsins á Facebook. Í samtali við fréttastofu segir Bragi Valdimar Skúlason, formaður stjórnar félagsins, að tilkynningin hafi verið send út í gær þar sem stjórn Ríkisútvarpsins á að funda í dag. „Við viljum að RÚV taki þessa ákvörðun, það sé ekki lagt á listafólk. Sem mun að öllum líkindum draga sig úr keppninni ef þetta verður óbreytt. Við erum að reyna að hvetja RÚV til að taka þessa ákvörðun svo það hvíli ekki á kannski fólki sem er eitthvað klofið milli samvisku sinnar og þess að fá tækifæri á stóra sviðinu sem er líka mjög eðlilegt. Við viljum frekar að ákvörðunin komi að ofan,“ segir Bragi. Viðbrögðin frá félagsmönnum hafa verið góð að sögn Braga. Þó sé þetta ekki pólitísk afstaða. „Bara að við sitjum öll við sama borð. Við erum að tala um sömu forsendur og Rússum var vikið úr keppni í fyrra,“ segir Bragi. „Það er krafa um að það verði það sama látið yfir Ísrael ganga eins og Rússa. Þegar svona mál eru í gangi, að það sé ekki hoppað upp á svið bara í góðum fíling.“
Eurovision Tónlist Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36 Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36
Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36