„Verðum að standa upp úr þessu þó veiran slái okkur niður“ Vonast er til að hægt verði að opna sjúkrahúsið Vog á fimmtudag en því var lokað eftir að 33 starfsmenn og sjúklingar greindust þar með Covid-19. Þetta er í fyrsta skipti frá stofnun sem sjúkrahúsinu er lokað og þurftu starfsmenn að bregðast skjótt við þegar fólk byrjaði að greinast síðasta fimmtudag. 8.1.2022 21:30
Einn heppinn miðaeigandi hlaut fyrsta vinning Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í kvöld og vann 9.919.800 krónur í fyrsta vinning. Miðinn var seldur í áskrift en annar áskrifandi nældi sér í bónusvinninginn sem var að andvirði 435 þúsund króna í þetta skiptið. 8.1.2022 19:41
Loka í þrjár vikur til að aðstoða Landspítalann: „Þetta er bara dauðans alvara“ Ákveðið hefur verið að loka Klíníkinni næstu þrjár vikurnar á meðan tæplega tuttugu starfsmenn fyrirtækisins hlaupa undir bagga með starfsfólki Landspítalans. 8.1.2022 18:56
Sumum nú leyft að útskrifa sjálfan sig úr einangrun vegna álags Einstaklingum sem hafa klárað sjö daga einangrun vegna Covid-19, finna ekki fyrir einkennum og hafa ekki náð sambandi við Covid-göngudeild Landspítalans er nú heimilt að útskrifa sjálfa sig úr einangrun. 8.1.2022 17:25
Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7.1.2022 16:59
MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7.1.2022 14:57
Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Icelandair Sylvía Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála hjá Icelandair Group. Einnig hefur Rakel Óttarsdóttir verið ráðin í starf framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá félaginu. 7.1.2022 14:14
Skýrslur teknar af um tuttugu börnum vegna manns sem grunaður er um fjölmörg brot Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg brot gegn börnum. Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu lögreglunnar um að það yrði framlengt um fjórar vikur. Maðurinn var upphaflega dæmdur í fjögurra vikna gæsluvarðhald í desember og rann það út í gær. 7.1.2022 14:08
Játaði að hafa kveikt eld í bílageymslu við Engjasel Lögreglan hefur upplýst mál þar sem eldur kviknaði í bílskýli við Engjasel 70-86 á annan í jólum. Þrír bílar brunnu þar inni og urðu miklar skemmdir urðu á bílageymslunni sökum elds og reyks. 7.1.2022 12:01
Júlíus Geirmundsson sneri í land eftir að skipverji greindist um borð Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson kom í land í morgun eftir að skipverji fékk jákvæða niðurstöðu úr Covid-sjálfsprófi um borð. Maðurinn fer í kjölfarið í PCR-sýnatöku hjá heilsugæslunni á Ísafirði. 7.1.2022 11:31