Fólk með kvef beðið um að fara í PCR áður en mætt er á heilsugæslu Fólk með kvefeinkenni eða önnur einkenni sem geta bent til kórónuveirusýkingar er beðið um sýna nýlega niðurstöðu úr PCR-einkennasýnatöku áður en það mætir á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Gera þarf ráð fyrir því að bið eftir niðurstöðum geti verið allt að 48 klukkustundir. 29.12.2021 18:42
Undirrituðu samning um viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli Isavia Innanlandsflugvellir og Byggingafélagið Hyrna undirrituðu í dag samning um smíði viðbyggingar við flugstöðina á Akureyrarflugvelli. Samningsupphæðin fyrir verkið er 810,5 milljónir króna. 28.12.2021 16:08
Ráðherra skoði hvort framlengja eigi ívilnanir vegna tengiltvinnbíla Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis beinir því til fjármála- og efnahagsráðherra að taka til skoðunar hvort tilefni sé til að framlengja ívilnanir vegna innflutnings tengitvinnbifreiða. 28.12.2021 15:56
Skjálfti 3,9 að stærð skammt norðan við Trölladyngju Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu á þriðja tímanum í dag. 28.12.2021 14:33
Lauf metið á þrjá milljarða eftir hlutafjáraukningu Íslenska hjólafyrirtækið Lauf Forks hf. hefur lokið 270 milljón króna hlutafjáraukningu en uppistaða aukningarinnar kemur frá nýjum hluthöfum. Heildarvirði Lauf er metið á um þrjá milljarða króna eftir viðskiptin. 28.12.2021 14:21
Þórdís Kolbrún einnig með Covid-19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur greinst með Covid-19 og eru þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nú komnir í einangrun. 28.12.2021 12:01
Huggun harmi gegn að vera í góðum hópi kollega sem hafði rangt fyrir sér Efnahagsþróun á árinu 2021 hefur að mörgu leyti verið jákvæðari en vænst var í ársbyrjun, að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Til að mynda hafi hagvöxtur glæðst meira, atvinnuleysi hjaðnað hraðar og krónan styrkst nokkuð umfram það sem Greining Íslandsbanka gerði ráð fyrir. 28.12.2021 11:55
Minnst fjórir létust í röð skotárása í Denver Minnst fjórir létust í gær í Koloradó í Bandaríkjunum eftir röð skotárása. Að sögn lögreglu er grunaði árásarmaðurinn látinn en einn lögregluþjónn særðist í árásunum. 28.12.2021 09:05
„Við erum bara nokkuð kát með okkur á þessum tímum“ Joe & The Juice vinnur nú að opnun nýs veitingastaðar á bensínstöð Orkunnar við Birkimel í Reykjavík. Verður þetta tíunda útibú Joe and the Juice á Íslandi en keðjan hefur opnað þrjá aðra staði síðasta árið; við Miklubraut, Reykjavíkurveg og í nýja miðbænum á Selfossi. 27.12.2021 16:44
Sports Direct opnar 1.750 fermetra verslun á Akureyri Til stendur að opna 1.750 fermetra íþróttaverslun Sports Direct á Norðurtorgi á Akureyri næsta vor. Gengið var frá samningum við bresku íþróttavörukeðjuna á Þorláksmessu. 27.12.2021 14:12