Biðla til fólks að halda sig heima Björgunarsveitir á Reykjanesskaga voru kallaðar út á þriðja tímanum og eru nú í viðbragðsstöðu eftir að Veðurstofa Íslands gaf út að óróapúls hafi mælst suður af Keili við Litla-Hrút. Slík merki mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið. 3.3.2021 15:47
Ekki komið fleiri nýjar íbúðir á markaðinn frá árinu 2007 Mun meira var byggt af nýju húsnæði á síðasta ári en bráðabirgðatölur og spár gerðu ráð fyrir. Tæplega fjögur þúsund fullbúnar íbúðir skiluðu sér á fasteignamarkaðinn í fyrra samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands sem er mesti fjöldi á stöku ári síðan 2007. 3.3.2021 13:54
Nýr 8,3 milljarða vísisjóður hyggst fjárfesta í íslenskum sprota- og vaxtarfyrirtækjum Brunnur Ventures hefur lokið fjármögnun á 8,3 milljarða króna vísisjóði (e. venture capital fund) sem ber nafnið Brunnur vaxtarsjóður II. Sjóðnum er ætlað að fjárfesta í íslenskum sprota- og vaxtarfyrirtækjum og er fjármagnaður af tíu lífeyrissjóðum auk Landsbankans. 3.3.2021 10:24
Arion banki innheimti lán sem var búið að greiða upp Einhverja viðskiptavini Arion banka rak í rogastans á dögunum þegar þeir fengu röð greiðsluítrekana í bréfpósti sem voru ýmist vegna greiddra reikninga eða lána sem voru í skilum. 2.3.2021 15:27
Tilkynnt um tvær hópuppsagnir í febrúar Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í febrúar þar sem 287 starfsmönnum var sagt upp störfum í verslun og flutningum. Þar af var 259 sagt upp á höfuðborgarsvæðinu og 28 á Norðurlandi eystra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar en uppsagnirnar taka flestar gildi í júní. 2.3.2021 12:44
Costco ekki orðið við kröfu MAST um innköllun á hundanammi Matvælastofnun (MAST) varar við tiltekinni lotu af hundanamminu Super foods for dogs: Chicken treats with sweet potato, carrot & pumpkin frá Irish Dog Food vegna málmflísa sem kaupandi fann í vörunni. Costco flytur vöruna inn og selur í verslun sinni í Kauptúni. 2.3.2021 12:15
Friðrik og Maríanna vilja í formannsstól BHM Friðrik Jónsson, formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, og Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, hafa gefið kost á sér í embætti formanns Bandalags háskólamanna (BHM). 2.3.2021 10:37
Afgangur á viðskiptajöfnuði stórjókst milli fjórðunga Á fjórða ársfjórðungi 2020 var 22,1 milljarða króna afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd samanborið við 2,9 milljarða króna ársfjórðunginn á undan. Halli á vöruskiptajöfnuði var 15,5 milljarðar króna en afgangur á þjónustujöfnuði var 26,4 milljarðar króna. 2.3.2021 10:00
Hefur áhyggjur af Bitcoin-kaupum Íslendinga og líkir rafmyntinni við píramídasvindl Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varar við kaupum á rafmyntum á borð við Bitcoin og líkir kapphlaupinu við þátttöku í píramídasvindli. Íslendingar versluðu með Bitcoin fyrir um 600 milljónir króna í janúar samkvæmt úttekt Rafmyntaráðs. Virði Bitcoin fór yfir 50 þúsund Bandaríkjadali um miðjan febrúar og kostar nú hver mynt rúmlega 6,2 milljónir króna. 1.3.2021 17:21
Valgeir frá VÍS yfir til Terra Valgeir M. Baldursson hefur verið ráðinn forstjóri Terra. Valgeir hefur undanfarin ár starfað sem fjármálastjóri og framkvæmdastjóri hjá VÍS. Þar áður var Valgeir forstjóri Skeljungs en hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa hjá ýmsum fyrirtækjum og félögum. 1.3.2021 15:18