Leikarinn Christopher Plummer er látinn Kanadíski leikarinn Christopher Plummer er látinn, 91 árs að aldri. Plummer er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Captain Von Trapp í hinum víðfræga Söngvaseið og hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki árið 2012 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Beginners. 5.2.2021 18:50
Fyrsta rafræna þinglýsingin var framkvæmd í gær Fyrsta rafræna þinglýsingin á Íslandi fór fram í gær og fólst í sjálfvirkri aflýsingu veðskjals í gegnum tölvukerfi banka. Löng bið hefur verið eftir rafrænum þinglýsingum hér á landi en lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi í lok árs 2018. 5.2.2021 18:37
Lögreglan lýsir eftir Kára Siggeirssyni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir hinum 32ja ára Kára Siggeirssyni. Kári er sagður vera 174 sentimetrar á hæð, þéttvaxinn, brúnhærður og með stutt hár. 5.2.2021 18:04
RÚV mun sýna úrslitamót EM karla og kvenna í knattspyrnu RÚV hefur tryggt sér sýningarréttinn á úrslitamótum Evrópukeppni (EM) karla í knattspyrnu árin 2024 og 2028. Evrópumótið 2024 verður haldið í Þýskalandi en ekki hefur verið ákveðið hvar mótið verður haldið 2028. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. 5.2.2021 17:42
Síldarvinnslan undirbýr skráningu í Kauphöll Stjórn Síldarvinnslunnar hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu hlutabréfa félagsins á aðalmarkað Nasdaq Iceland og hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans til að hafa umsjón með verkefninu. 4.2.2021 12:42
Þrettán sóttu um stöðu skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu Alls bárust þrettán umsóknir um embætti skrifstofustjóra skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu í heilbrigðisráðuneytinu en umsóknarfrestur rann út 1. febrúar síðastliðinn. 4.2.2021 12:16
Sextán milljarða króna hagnaður á krefjandi ári Hagnaður Marel nam 102,6 milljónum evra eða um 16 milljörðum króna á síðasta ári og dróst saman um 6,8% frá árinu 2019. Alls námu tekjur félagsins 1.237,8 milljónum evra í fyrra eða um 191 milljarði króna og drógust þær saman um 3,6% í evrum talið. 4.2.2021 11:44
Ríki sem fóru aðra leið en Íslendingar nú „í stórkostlegum vandræðum“ Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og fyrrum formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, kallar eftir auknum sveigjanleika í lífeyrissjóðakerfinu. Hann segir að staða kerfisins sé almennt góð og telur að Íslendingar hafi farið rétta leið í ellilífeyrismálum. 4.2.2021 07:31
Kynna ný markaðsverðlaun og útnefna bestu vörumerki landsins 30 vörumerki hafa hlotið tilnefningu sem bestu íslensku vörumerkin árið 2020 sem hluti af nýjum markaðsverðlaunum sem fram fara þann 25. febrúar. 3.2.2021 16:07
Hafa greitt út fimm milljarða í tekjufallsstyrki Um fimm milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufallsstyrki undanfarnar þrjár vikur til 822 rekstraraðila, að sögn stjórnvalda. Styrkirnir nýtast fyrirtækjum, félögum og einstaklingum sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og hafa orðið fyrir minnst 40% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 3.2.2021 15:03