Mjög óvarlegt að ganga nálægt svæðinu án þess að huga að gosmengun Eiður Þór Árnason skrifar 20. mars 2021 12:29 Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/vilhelm Gosið í Geldingadal er líklega minna en það sem kom upp í Fimmvörðuhálsi árið 2010 og ekki er talið að það muni hafa áhrif á flugumferð. Mesta hættan er af gasmengun en hún virðist þó ekki vera mikil að sögn veðurfræðings. „Innst inn í Geldingadal er eldgos hafið í litlum hól sem er þar og það rennur nú aðallega út í dalinn sjálfan og safnast fyrir þar. Þetta er ekki mikið gos og hægt að bera það saman við Fimmvörðuhálsinn, sérstaklega hvernig það byrjar. Þetta er eins og stendur afskaplega lítið,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofu Íslands sem flaug yfir gossvæðið með þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun. Hann segir nú unnið að því að leggja mat á hraunflæðið og útbreiðslu hraunsins. „Það fer í þennan dal og kemst ekkert í burtu þaðan í bili. Það er þetta lítið magn að er þó nokkuð í að það fari lengra en fari annað.“ Þá sé verið að klára að meta gosmökkinn, öskufall og leggja mat á gasmengun. „Við vitum að mökkurinn er ekki mjög hár hann nær svona tæplega einum kílómetra í þriggja, fjögurra kílómetra fjarlægð.“ Umfang gossins í samræmi við spá „Á meðan við vitum ekki hversu mikið gas gæti verið þarna þá er mjög óvarlegt að vera að vera að labba að þarna sérstaklega í lægðum vegna þess að gasið getur safnast saman í lægðum,“ segir Halldór. Best sé að fylgjast vel með tilmælum frá almannavörnum. Hann segir að gosið sé í nokkuð góðu samræmi við spár vísindamanna um gos á Reykjanesskaga. „Þarna vissum við að gæti komið upp gos. Menn voru auðvitað alls ekki vissir um hvort það myndi gerast, flestir gangar fara ekki upp á yfirborðið en síðan þegar hann fer upp á yfirborðið þá passar það vel að þetta er ekki stórt gos þar sem gangurinn var líka lítill.“ Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir „Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25 Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa. 20. mars 2021 10:33 Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Sjá meira
„Innst inn í Geldingadal er eldgos hafið í litlum hól sem er þar og það rennur nú aðallega út í dalinn sjálfan og safnast fyrir þar. Þetta er ekki mikið gos og hægt að bera það saman við Fimmvörðuhálsinn, sérstaklega hvernig það byrjar. Þetta er eins og stendur afskaplega lítið,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofu Íslands sem flaug yfir gossvæðið með þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun. Hann segir nú unnið að því að leggja mat á hraunflæðið og útbreiðslu hraunsins. „Það fer í þennan dal og kemst ekkert í burtu þaðan í bili. Það er þetta lítið magn að er þó nokkuð í að það fari lengra en fari annað.“ Þá sé verið að klára að meta gosmökkinn, öskufall og leggja mat á gasmengun. „Við vitum að mökkurinn er ekki mjög hár hann nær svona tæplega einum kílómetra í þriggja, fjögurra kílómetra fjarlægð.“ Umfang gossins í samræmi við spá „Á meðan við vitum ekki hversu mikið gas gæti verið þarna þá er mjög óvarlegt að vera að vera að labba að þarna sérstaklega í lægðum vegna þess að gasið getur safnast saman í lægðum,“ segir Halldór. Best sé að fylgjast vel með tilmælum frá almannavörnum. Hann segir að gosið sé í nokkuð góðu samræmi við spár vísindamanna um gos á Reykjanesskaga. „Þarna vissum við að gæti komið upp gos. Menn voru auðvitað alls ekki vissir um hvort það myndi gerast, flestir gangar fara ekki upp á yfirborðið en síðan þegar hann fer upp á yfirborðið þá passar það vel að þetta er ekki stórt gos þar sem gangurinn var líka lítill.“
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir „Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25 Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa. 20. mars 2021 10:33 Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Sjá meira
„Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25
Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa. 20. mars 2021 10:33
Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28