760 Úkraínumenn sótt hér um alþjóðlega vernd Alls hafa 760 einstaklingur með tengsl við Úkraínu sótt um alþjóðlega vernd hér á landi eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu í febrúar. Um að ræða 461 konu, 198 börn og 146 karla. 15.4.2022 20:27
Horfa þurfi á hópuppsögn Eflingar í stærra samhengi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, segir að hópuppsögn starfsmanna Eflingar hafi komið sér á óvart og slíkar aðgerðir séu ávallt áhyggjuefni. Þó beri að horfa á ákvörðunina í samhengi við þau langvarandi átök sem hafi ríkt innan Eflingar. 15.4.2022 18:32
Vaktin: Heimurinn þurfi að búa sig undir þann möguleika að Pútín beiti kjarnorkuvopnum Anton Gerashchenko ráðgjafi innanríkisráðherra Úkraínu segir Anton Kuprin, skipstjóra Moskvu flaggskips Rússa í Svartahafi sem sökkt var í gær, hafa látist. Úkraínumenn halda því fram að Neptunus-flugskeyti á þeirra vegum hafi hæft skipið en Rússar hafa vísað því á bug. 15.4.2022 07:55
Rússneska flaggskipið Moskva sokkið Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að beitiskipið Moskva, flaggskip Svartahafsflotans, hafi sokkið í Svartahafi við suðurhluta Úkraínu. 14.4.2022 22:40
Muni ekki takast að svæfa bankamálið yfir páskana Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans. 14.4.2022 21:56
Gagnrýna að endurreisa eigi 5.000 fermetra hús sem fauk í heilu lagi Minnihlutinn í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar gera alvarlegar athugasemdir við þá ákvörðun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks að endurreisa uppblásna íþróttahöll sem fauk í óveðri í febrúar án frekari greiningarvinnu. 14.4.2022 21:06
34 minnkað við sig og 60 birtast ekki á hluthafalista Alls hafa 34 fjárfestar sem keyptu í nýlegu útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka minnkað eignarhlut sinn að hluta og selt á hærra verði, samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslu ríkisins sem byggja á samanburði á hluthafalista Íslandsbanka og lista yfir þá sem fengu hlut í útboðinu. 14.4.2022 18:13
Vaktin: Sprengingar heyrðust í Kænugarði Rússnesk stjórnvöld segja að Úkraínuher hafi sent þyrlur inn í lofthelgi Rússa. Þar hafi flugmenn skotið sprengjum á byggingar í þorpinu Klimovo í Brjanskfylki. Rússar hafa áður haldið sams konar ásökunum á lofti, en Úkraínumenn neituðu þeim. 14.4.2022 16:20
Ferðaþyrstir Íslendingar nenna ekki heim Isavia gerir ráð fyrir sex til sjö hundruð komum og brottförum á Keflavíkurflugvelli yfir páskana, frá síðasta laugardegi til annars í páskum. Þetta er margfalt á við það sem var í fyrra þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði en þá voru komur og brottfarir um eitt hundrað um páskana. 13.4.2022 22:58
Reisa nýja uppblásna íþróttahöll eftir hamfarir vetrarins Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar hefur samþykkt að reisa aðra loftborna íþróttahöll eftir að Hamarshöllin sprakk og fauk í miklu óveðri þann 22. febrúar síðastliðinn. 13.4.2022 22:37