Eldgosið geti staðið í einhverja mánuði Eiður Þór Árnason skrifar 5. ágúst 2022 19:02 Kristín Jónsdóttir við gosstöðvarnar í Geldingadölum sem byrjuðu að gjósa í fyrra. Hún segir eldgosið núna minna um margt á þau eldsumbrot. Vísir/Vilhelm Engin merki eru um að nýjar sprungur séu byrjaðar að myndast við gosstöðvarnar í Meradölum. Líklegast er að slík sprunga myndi opnast til norðausturs þar sem kvikugangurinn liggur og fjarri þeirri hefðbundnu gönguleið sem fólk fari nú að svæðinu. „Við erum í rauninni að nýta okkur þekkingu frá síðasta gosi og það liðu þarna þrjár, fjórar vikur þangað til við fórum að sjá nýjar gossprungur í síðasta gosi. Þetta er eitthvað sem við þurfum að vera vakandi fyrir núna,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur varað fólk við því að nýjar sprungur geti opnast á svæðinu. Kristín bendir fólki á að skoða kort sem Vísindaráð Almannavarna gaf út í gær. Þar sé hægt sé að sjá með skýrum hætti hvaða hluta svæðisins fólk er beðið um að forðast. Aðspurð um hvort Kristín geti spáð einhverju um framhald eldgossins bendir hún á að það sé að mörgu leyti svipað gosinu sem hófst á svipuðum stað í fyrra. „Þannig að ef ég ætti að giska þá myndi ég bara giska á að þetta yrði eitthvað svipað. Það er auðvitað mikill kraftur í gosinu og við sjáum nú að hrauntungan er farin að ná alveg út Meradalina þannig það fer örugglega ekki að líða á löngu þar til það fer að flæða úr þeim. Eigum við ekki að giska á að þetta eigi eftir að standa í einhverja mánuði en það er auðvitað erfitt að svara því.“ Kristín lagði áherslu á fólk sem geri sér ferð að gosinu þurfi að taka gasmengun á svæðinu alvarlega. „Fólk verður að vara sig á henni og halda sig upp á þeim hryggjum sem þarna eru og forðast að fara niður í dali, sérstaklega ef það er logn.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Við erum í rauninni að nýta okkur þekkingu frá síðasta gosi og það liðu þarna þrjár, fjórar vikur þangað til við fórum að sjá nýjar gossprungur í síðasta gosi. Þetta er eitthvað sem við þurfum að vera vakandi fyrir núna,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur varað fólk við því að nýjar sprungur geti opnast á svæðinu. Kristín bendir fólki á að skoða kort sem Vísindaráð Almannavarna gaf út í gær. Þar sé hægt sé að sjá með skýrum hætti hvaða hluta svæðisins fólk er beðið um að forðast. Aðspurð um hvort Kristín geti spáð einhverju um framhald eldgossins bendir hún á að það sé að mörgu leyti svipað gosinu sem hófst á svipuðum stað í fyrra. „Þannig að ef ég ætti að giska þá myndi ég bara giska á að þetta yrði eitthvað svipað. Það er auðvitað mikill kraftur í gosinu og við sjáum nú að hrauntungan er farin að ná alveg út Meradalina þannig það fer örugglega ekki að líða á löngu þar til það fer að flæða úr þeim. Eigum við ekki að giska á að þetta eigi eftir að standa í einhverja mánuði en það er auðvitað erfitt að svara því.“ Kristín lagði áherslu á fólk sem geri sér ferð að gosinu þurfi að taka gasmengun á svæðinu alvarlega. „Fólk verður að vara sig á henni og halda sig upp á þeim hryggjum sem þarna eru og forðast að fara niður í dali, sérstaklega ef það er logn.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira