Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fast­eigna­mar­tröð sem endaði far­sæl­lega

Hjón í fasteignaleit voru við það að leggja upp laupana og fara til Tenerife þegar tilboð þeirra var samþykkt eftir nítján mánaða þrautagöngu. Þau segja flestallt vinna á móti fyrstu kaupendum og ekkert útlit fyrir að staðan á fasteignamarkaði komi til með að skána á næstunni. Þegar séreignaúrræði stjórnvalda brást tóku þau yfirdrátt til að brúa bilið á lokametrunum.

Eitt elsta bíó landsins brátt fyrir bí

Sögu eins elsta kvikmyndahúss landsins lýkur þann 1. maí þegar Borgarbíó á Akureyri hættir starfsemi. Verktakafyrirtækið BB Byggingar hefur keypt húsnæðið og fyrirhuguð er uppbygging á íbúðar- og verslunarrými á reitnum og nærliggjandi svæði. Meðal hugmynda er að rífa húsið og byggja nýtt.

Icelandair hækkar farmiðaverð 1. apríl

Sérstakt eldsneytisálag, sem er hluti af farmiðaverði Icelandair, verður hækkað frá og með 1. apríl. Hækkar það úr 5.100 krónum í 6.900 krónur þegar flogið er til Evrópu og úr 8.900 í 12.300 krónur fyrir þegar flogið er til áfangastaða í Norður-Ameríku.

Flestir laun­þegar fá launa­hækkun 1. maí

Hagvaxtarauki Lífskjarasamningsins kemur til framkvæmda þann 1. apríl og verður greiddur út 1. maí. Launataxtar munu hækka um 10.500 krónur og almenn laun um 7.875 krónur.

Hús­leit gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar

Húsleit var gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar, heimili fjölskyldumeðlima hans og hjá fleiri aðilum í gær. Þetta segir Karl í yfirlýsingu til fjölmiðla og kveðst hafa fengið nóg af langvarandi „ofsóknum yfirvalda.“

Stjórnvöld hætta að niðurgreiða hraðpróf

Reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á Covid-19 fellur úr gildi þann 1. apríl næstkomandi. Með tilkomu reglugerðarinnar gátu einkafyrirtæki boðið fólki upp á endurgjaldslaus hraðpróf.

Sjá meira