Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tilkynnt um þjófnað á tveimur heimilum á höfuðborgarsvæðinu

Tilkynnt hefur verið um þjófnað á tveimur heimilum í umdæmi lögreglustöðvarinnar á höfuðborgarsvæðinu við Hverfisgötu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en ekki er tekið fram nákvæmlega um hvaða hverfi er að ræða. Umdæmið nær til miðborgarinnar, austur- og vesturbæjar og Seltjarnarness.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Talið er að um þúsund manns hafi lagt leið sín að eldgosinu í Geldingadal í nótt. Lögreglan hefur áhyggjur af illa búnu fólki sem reynir á komast á staðinn og varar við þoku sem gæti orðið á slóðum gosstöðvana í dag sem sé varasöm.

Jarðskjálfti yfir þrír að stærð í nótt en virkni eldgossins stöðug

Jarðskjálfti að stærðinni 3,2 mældist skammt frá Grindavík í nótt en að öðru leyti hefur verið tiltölulega lítil skjálftavirkni á jarðhræringasvæðinu á Reykjanesi frá því á miðnætti. Gasmengun frá eldgosinu í Geldingadal hefur ekki mælst yfir hættumörkum á höfuðborgarsvæðinu en brennisteinsdíoxíð mældist í lífshættulegu magni við gosstöðvarnar við upphaf gossins að sögn náttúruvársérfræðings.

Alþjóðamál, mygla, vinnumarkaður og eldgos á Sprengisandi

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjá Kristjáns Kristjánssonar verður á sínum stað á Bylgjunni að loknum fréttalestri klukkan tíu. Þátturinn í dag verður fjölbreyttur að vanda og fær Kristján til sín góða gesti.

„Það er auðvitað ekkert huggulegt við þetta“

Hraunflæð virðist vera nokkuð stöðugt í eldgosinu í Geldingadal og staðan að mestu óbreytt frá því Vísindanefnd almannavarna sendi frá sér tilkynningu um stöðu mála fyrr í kvöld. Um fimm hundruð jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu síðasta sólarhringinn og var sá stærsti ekki nema 2,8 að stærð. Grannt er fylgst með gangi mála hvað varðar gosið sjálft og hugsanlega gasmengun af völdum þess. Von er á nýjum myndum frá gervihnetti á morgun.

Stefán Vagn og Lilja Rannveig leiða lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi

Stefán Vagn Stefánsson hlaut flest atkvæði í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna komandi alþingiskosninga. Stefán Vagn hlaut 580 atkvæði í fyrsta sæti og þá hlaut Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir 439 atkvæði í fyrsta og annað sæti en hún sóttist eftir öðru sæti. Halla Signý Kristjánsdóttir, sitjandi þingmaður Framsóknarflokksins, hlaut 418 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti.

„Finnst fólk vera komið full nálægt þessu“

Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kveðst skilja áhuga fólks á því að vilja sjá eldgosið í Geldingadal með berum augum. Honum hugnist ekki að stilla upp löggæslu til að koma í veg fyrir að fólk fari inn á svæðið en brýnir á sama tíma fyrir því að mikilvægt sé að kynna sér þá hættu sem er til staðar á svæðinu. Fjöldi fólks hefur í dag lagt leið sína að gosstöðvunum en fólk er varað við því að fara of nálægt.

Sjá meira