Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. ágúst 2025 12:06 Veðurspáin í Eyjum er öllu betri í dag en var fyrr um helgina. Vísir/Viktor Freyr Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt, og tvær slíkar tilkynningar hafa borist lögreglunni á Akureyri um helgina. Heilt yfir hafa hátíðarhöld víðast hvar gengið vel fyrir sig það sem af er helgi samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum um landið. Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmis horn að líta í nótt en flest málin tengdust aðstoð við gesti vegna ölvunar. Tvö minni háttar fíkniefnamál komu upp og þá var tilkynnt um þrjár líkamsárásir í nótt að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. „Það fylgir því miður skemmtanahaldi stundum, en þær eru flokkaðar sem minniháttar líkamsárásir og við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um alvarleg afbrot það sem af er hátíð og við vonum að það verði bara þannig áfram. Það gistu tveir fangageymslu í nótt og það var bara vegna ölvunarástands. Þeir fá bara að fara sína leið þegar þeir eru búnir að sofa úr sér.“ Ferðir Herjólfs eru aftur komnar á rétt ról en veður hefur sett strik í reikninginn fyrr um helgina. „Það er allt samkvæmt áætlun í dag, þeir eru að fara í landeyjahöfn og veðrið hefur lagast helling og spáin er bara fín fyrir kvöldið og nóttina, þannig við eigum ekki von á að það verði rof á samgöngum.“ Að frátöldu óveðrinu sem gekk yfir segir Stefán Þjóðhátíð hafa farið að mestu leyti afar vel fram. „Bara hrósa þessum krökkum, þetta eru yfirleitt þessir gestir sem eru að koma hérna, mér finnst þau vel búin, kurteis og til fyrirmyndar,“ segir Stefán. Margt um manninn fyrir norðan Gríðarlegur fjöldi fólks er á Akureyri um verslunarmannahelgina, jafnvel enn fleiri en búist var við að sögn varðstjóra. Nokkur minniháttar mál hafa komið inn á borð lögreglunnar í umdæminu, sem flest tengjast ölvun, nokkur minni fíkniefnamál en einnig tvær líkamsárásir sem báðar teljast minniháttar. Þung umferð hefur verið í umdæminu og hefur nokkur fjöldi ökumanna verið stöðvaður fyrir ofhraðan akstur. Að öðru leyti hefur helgin gengið vel fyrir sig að sögn Andra Freys Sveinssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Lögreglumál Akureyri Verslunarmannahelgin Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmis horn að líta í nótt en flest málin tengdust aðstoð við gesti vegna ölvunar. Tvö minni háttar fíkniefnamál komu upp og þá var tilkynnt um þrjár líkamsárásir í nótt að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. „Það fylgir því miður skemmtanahaldi stundum, en þær eru flokkaðar sem minniháttar líkamsárásir og við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um alvarleg afbrot það sem af er hátíð og við vonum að það verði bara þannig áfram. Það gistu tveir fangageymslu í nótt og það var bara vegna ölvunarástands. Þeir fá bara að fara sína leið þegar þeir eru búnir að sofa úr sér.“ Ferðir Herjólfs eru aftur komnar á rétt ról en veður hefur sett strik í reikninginn fyrr um helgina. „Það er allt samkvæmt áætlun í dag, þeir eru að fara í landeyjahöfn og veðrið hefur lagast helling og spáin er bara fín fyrir kvöldið og nóttina, þannig við eigum ekki von á að það verði rof á samgöngum.“ Að frátöldu óveðrinu sem gekk yfir segir Stefán Þjóðhátíð hafa farið að mestu leyti afar vel fram. „Bara hrósa þessum krökkum, þetta eru yfirleitt þessir gestir sem eru að koma hérna, mér finnst þau vel búin, kurteis og til fyrirmyndar,“ segir Stefán. Margt um manninn fyrir norðan Gríðarlegur fjöldi fólks er á Akureyri um verslunarmannahelgina, jafnvel enn fleiri en búist var við að sögn varðstjóra. Nokkur minniháttar mál hafa komið inn á borð lögreglunnar í umdæminu, sem flest tengjast ölvun, nokkur minni fíkniefnamál en einnig tvær líkamsárásir sem báðar teljast minniháttar. Þung umferð hefur verið í umdæminu og hefur nokkur fjöldi ökumanna verið stöðvaður fyrir ofhraðan akstur. Að öðru leyti hefur helgin gengið vel fyrir sig að sögn Andra Freys Sveinssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Lögreglumál Akureyri Verslunarmannahelgin Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira