Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. ágúst 2025 12:06 Veðurspáin í Eyjum er öllu betri í dag en var fyrr um helgina. Vísir/Viktor Freyr Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt, og tvær slíkar tilkynningar hafa borist lögreglunni á Akureyri um helgina. Heilt yfir hafa hátíðarhöld víðast hvar gengið vel fyrir sig það sem af er helgi samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum um landið. Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmis horn að líta í nótt en flest málin tengdust aðstoð við gesti vegna ölvunar. Tvö minni háttar fíkniefnamál komu upp og þá var tilkynnt um þrjár líkamsárásir í nótt að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. „Það fylgir því miður skemmtanahaldi stundum, en þær eru flokkaðar sem minniháttar líkamsárásir og við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um alvarleg afbrot það sem af er hátíð og við vonum að það verði bara þannig áfram. Það gistu tveir fangageymslu í nótt og það var bara vegna ölvunarástands. Þeir fá bara að fara sína leið þegar þeir eru búnir að sofa úr sér.“ Ferðir Herjólfs eru aftur komnar á rétt ról en veður hefur sett strik í reikninginn fyrr um helgina. „Það er allt samkvæmt áætlun í dag, þeir eru að fara í landeyjahöfn og veðrið hefur lagast helling og spáin er bara fín fyrir kvöldið og nóttina, þannig við eigum ekki von á að það verði rof á samgöngum.“ Að frátöldu óveðrinu sem gekk yfir segir Stefán Þjóðhátíð hafa farið að mestu leyti afar vel fram. „Bara hrósa þessum krökkum, þetta eru yfirleitt þessir gestir sem eru að koma hérna, mér finnst þau vel búin, kurteis og til fyrirmyndar,“ segir Stefán. Margt um manninn fyrir norðan Gríðarlegur fjöldi fólks er á Akureyri um verslunarmannahelgina, jafnvel enn fleiri en búist var við að sögn varðstjóra. Nokkur minniháttar mál hafa komið inn á borð lögreglunnar í umdæminu, sem flest tengjast ölvun, nokkur minni fíkniefnamál en einnig tvær líkamsárásir sem báðar teljast minniháttar. Þung umferð hefur verið í umdæminu og hefur nokkur fjöldi ökumanna verið stöðvaður fyrir ofhraðan akstur. Að öðru leyti hefur helgin gengið vel fyrir sig að sögn Andra Freys Sveinssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Lögreglumál Akureyri Verslunarmannahelgin Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmis horn að líta í nótt en flest málin tengdust aðstoð við gesti vegna ölvunar. Tvö minni háttar fíkniefnamál komu upp og þá var tilkynnt um þrjár líkamsárásir í nótt að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. „Það fylgir því miður skemmtanahaldi stundum, en þær eru flokkaðar sem minniháttar líkamsárásir og við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um alvarleg afbrot það sem af er hátíð og við vonum að það verði bara þannig áfram. Það gistu tveir fangageymslu í nótt og það var bara vegna ölvunarástands. Þeir fá bara að fara sína leið þegar þeir eru búnir að sofa úr sér.“ Ferðir Herjólfs eru aftur komnar á rétt ról en veður hefur sett strik í reikninginn fyrr um helgina. „Það er allt samkvæmt áætlun í dag, þeir eru að fara í landeyjahöfn og veðrið hefur lagast helling og spáin er bara fín fyrir kvöldið og nóttina, þannig við eigum ekki von á að það verði rof á samgöngum.“ Að frátöldu óveðrinu sem gekk yfir segir Stefán Þjóðhátíð hafa farið að mestu leyti afar vel fram. „Bara hrósa þessum krökkum, þetta eru yfirleitt þessir gestir sem eru að koma hérna, mér finnst þau vel búin, kurteis og til fyrirmyndar,“ segir Stefán. Margt um manninn fyrir norðan Gríðarlegur fjöldi fólks er á Akureyri um verslunarmannahelgina, jafnvel enn fleiri en búist var við að sögn varðstjóra. Nokkur minniháttar mál hafa komið inn á borð lögreglunnar í umdæminu, sem flest tengjast ölvun, nokkur minni fíkniefnamál en einnig tvær líkamsárásir sem báðar teljast minniháttar. Þung umferð hefur verið í umdæminu og hefur nokkur fjöldi ökumanna verið stöðvaður fyrir ofhraðan akstur. Að öðru leyti hefur helgin gengið vel fyrir sig að sögn Andra Freys Sveinssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Lögreglumál Akureyri Verslunarmannahelgin Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira