Ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum Jarðskjálftafræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum í Geldingadölum en þoka veldur því að sérfræðingar geta ekki farið að svæðinu í dag. Órói féll verulega í gærkvöldi sem gæti verið til marks um byrjunina á endanum á gosinu. 29.6.2021 12:06
Bindur vonir við að orgel, altari og annað timburverk hafi ekki orðið fyrir rakaskemmdum Töluvert tjón varð í Háteigskirkju vegna vatnsleka í kjallara kirkjunnar í dag. Kirkjuvörður bindur vonir við að orgel, altari og annað timburverk hafi ekki orðið fyrir rakaskemmdum. 28.6.2021 20:01
„Menn eru ekki á eitt sáttir um þessa niðurstöðu“ Straumur var tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík í morgun og býst skrifstofustjóri borgarinnar við því að slökkt verði á stöðvunum út vikuna. Formaður Rafbílasambands Íslands segir þetta hafa töluverð áhrif á rafbílaeigendur og harmar að úrskurðurinn hafi valdið því að slökkva þurfti á stöðvunum. 28.6.2021 12:16
„Partíið er byrjað“ Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. 25.6.2021 20:00
Segir að sóttkvíin muni valda ferðaþjónustunni vandræðum í sumar Áfram þurfa ferðamenn sem ekki geta framvísað gildum vottorðum um fyrri sýkingu eða bólusetningu gegn covid19 að sæta skimun og fimm daga sóttkví við komuna til landsins. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar fagnar afléttingum en segir að sóttkvíin muni valda ferðaþjónustunni vandræðum í sumar. 25.6.2021 13:01
Ætla að búa saman í Nornahúsi einungis ætluðu konum á besta aldri Fimm vinkonur ætla að búa saman í svokölluðu Nornahúsi sem mun rísa í stað hússins sem brann á Bræðraborgarstíg í fyrra. 25 íbúðir verða í húsinu og geta því fleiri bæst í hópinn en íbúðirnar verða einungis seldar konum yfir sextugt. 18.6.2021 20:00
Aflétting sóttvarnareglna á landamærum metin í lok mánaðar Aflétting sóttvarnareglna á landamærunum verður metin í lok mánaðar. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðaþjónustan vonast til að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin. 18.6.2021 19:00
Flutningsskipið sem strandaði komið til hafnar Flutningsskip Eimskip sem strandaði í Álasundi í Noregi í gær er komið til hafnar. Níu manns voru um borð en enginn slasaðist. 18.6.2021 12:07
Sverði Vigdísar ætlað að verja vísindi og þekkingu Sýning helguð forsetatíð og störfum Vigdísar Finnbogadóttir, fyrrum forseta Íslands, verður sett upp í Loftskeytastöðinni. Persónulegir munir Vigdísar verða til sýnis, en hún afhenti Háskóla Íslands munina við hátíðlega athöfn í morgun. Þeirra á meðal er sverð sem hún fékk gefins í Finnlandi. 17.6.2021 19:08
Dansað á Miklatúni í tilefni dagsins Forsætisráðherra flutti hátíðlegt ávarp á Austurvelli í dag þegar þjóðhátíðardegi Íslendinga var fagnað. Fjórtán voru sæmdir fálkaorðunni en hátíðarhöld voru hófleg vegna samkomutakmarkanna. 17.6.2021 19:01