Ökumenn aka nú upp Laugaveg Klukkan átta í morgun var akstursstefnu bíla um Laugaveg breytt. Frá Klapparstíg má nú aka upp Laugaveginn. Með breytingunni er öryggi gangandi vegfarenda sett í fyrsta sæti. 14.6.2019 20:00
Segir lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna sigur Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að nú geti ökumenn hætt að reikna út hvort þeir sleppi mögulega eftir einn bjór. 13.6.2019 20:00
„Gleðilegt að sjá þetta gerast“ Sigurður segir heildarendurskoðun laganna hafa tekið um tólf ár. 13.6.2019 12:30
Segir tollaramma blendingsbíla of þröngan: Hækkar um milljón í verði vegna eins gramms Framkvæmdastjóri bílasölu þurfti að afpanta hybrid bíla sem knúnir eru bæði með bensíni og rafmagni þar sem tollaramminn er of þröngur að hans mati. Hann segir að rýmka þurfi rammann enn frekar svo raunverulegur hvati myndist til að flytja inn rafbíla. 10.6.2019 21:00
Lífsspeki samfélagsmiðlastjörnunnar gengur út á að brjóta reglur og lifa án ótta Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem staðgreiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaaksturs í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit gefur lítið fyrir ummæli náttúruunnenda um athæfið. Hann segir að sumir geti einfaldlega ekki lifaðán þess að brjóta lög og reglur. 9.6.2019 20:00
Vonast til að frumvarp um hæfni kennara verði samþykkt í næstu viku Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki í vikunni frumvarp um menntun og hæfni kennara. Kennurum án réttinda hefur fjölgað verulega á síðustu árum og er frumvarpið liður í aðgerðum til að bæta stöðu kennara. 9.6.2019 19:30
Segir eftirlitsaðila hafa sofnað á verðinum við fall WOW air Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. 9.6.2019 12:45
Um fjórtán hundruð hundar á Víðistaðatúni um helgina Sól og blíða var á Víðistaðatúni í Hafnarfirði í dag þar sem um fjórtán hundruð hundar keppa á hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands um helgina. Mismikið keppnisskap var í hundunum sem þó allir nutu sín í veðurblíðunni. 8.6.2019 21:00
Segir nýja heilbrigðisstefnu vonbrigði Formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja segir nýja heilbrigðisstefnu gríðarleg vonbrigði. Um sé að ræða hálfkláraða stefnu sem virkar ekki sem það stýritæki sem málaflokkurinn þarf. Dapurlegt sé að Alþingi hafi samþykkt svo hálfunnið skjal. 8.6.2019 20:30
Segir höfnunina ekki eiga sér stoð í lögum félagsins Heiðveig María Einarsdóttir, sem fékk höfnun á framboði sínu til stjórnar Sjómannafélags Íslands, segir höfnunina ekki eiga sér stoð í lögum félagsins. Hún segir hana byggða á huglægu mati kjörstjórnar sem mun funda um málið á þriðjudaginn. 8.6.2019 14:09