„Gleðilegt að sjá þetta gerast“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2019 12:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, lagði í haust fram frumvarp til nýrra umferðarlaga sem samþykkt var á Alþingi í vikunni. vísir/vilhelm Samgönguráðherra segist himinlifandi yfir nýjum umferðarlögum sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni. Meðal breytinga er lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna, sem fer úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Í vikunni samþykkti Alþingi frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðalaga með öllum greiddum atkvæðum. Að sögn Sigurðar hefur heildarendurskoðun laganna tekið um tólf ár. „Já þetta var auðvitað mjög gleðilegt að fá þetta í gegnum þingið. Ekki síst í ljósi þess að heildarendurskoðun hefur tekið mjög langan tíma og það hefur verið reynt nokkrum sinnum áður að fara með þetta í gegnum þingið en mætt andstöðu. Núna var þetta samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þannig ég er auðvitað mjög glaður með það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhansson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Í nýjum umferðarlögum er kveðið á um að leyfilegt magn vínanda í blóði ökumanns minnki, en það fer úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Í greinargerð með frumvarpinu segir að um grundvallarbreytingu sé að ræða á gildissviði banns við ölvunarakstri. Á lækkunin meðal annars rætur að rekja til umferðaröryggisætlunar fyrir árin 2002 til 2012. Samkvæmt greinargerð felst í breytingunni sú afdráttarlausa stefna yfirvalda að áfengi og akstur vélknúinna ökutækja fari ekki saman. „Nefndin tekur undir mikilvægi þess og afgreiðslan er þannig að senda þau skilaboð. Markmiðið er skýrt en verklag lögreglunnar um að stöðva menn og láta þá ekki keyra lengra og skrá það í málaskrá héðan í frá held ég að sé ágætt skref af hálfu nefndarinnar og um það var víðtæk sátt,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Áfengi og tóbak Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Samgönguráðherra segist himinlifandi yfir nýjum umferðarlögum sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni. Meðal breytinga er lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna, sem fer úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Í vikunni samþykkti Alþingi frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðalaga með öllum greiddum atkvæðum. Að sögn Sigurðar hefur heildarendurskoðun laganna tekið um tólf ár. „Já þetta var auðvitað mjög gleðilegt að fá þetta í gegnum þingið. Ekki síst í ljósi þess að heildarendurskoðun hefur tekið mjög langan tíma og það hefur verið reynt nokkrum sinnum áður að fara með þetta í gegnum þingið en mætt andstöðu. Núna var þetta samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þannig ég er auðvitað mjög glaður með það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhansson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Í nýjum umferðarlögum er kveðið á um að leyfilegt magn vínanda í blóði ökumanns minnki, en það fer úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Í greinargerð með frumvarpinu segir að um grundvallarbreytingu sé að ræða á gildissviði banns við ölvunarakstri. Á lækkunin meðal annars rætur að rekja til umferðaröryggisætlunar fyrir árin 2002 til 2012. Samkvæmt greinargerð felst í breytingunni sú afdráttarlausa stefna yfirvalda að áfengi og akstur vélknúinna ökutækja fari ekki saman. „Nefndin tekur undir mikilvægi þess og afgreiðslan er þannig að senda þau skilaboð. Markmiðið er skýrt en verklag lögreglunnar um að stöðva menn og láta þá ekki keyra lengra og skrá það í málaskrá héðan í frá held ég að sé ágætt skref af hálfu nefndarinnar og um það var víðtæk sátt,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Áfengi og tóbak Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00