„Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu“ Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga. 13.11.2023 19:00
Svo til óbreytt ástand en minni líkur á gosi ef eitthvað er Litlar breytingar eru á stöðunni í Grindavík þó að verulega hafi dregið úr stærri skjálftum síðustu sólarhinga. Jarðeðlisfræðingur segir svipaðar líkur á gosi og áður. 13.11.2023 12:23
Vonar að ekki þurfi að dreifa grindvískum börnum milli skóla Skólastjóri grunnskóla Grindavíkur segir enn unnið að útfærslu skólastarfs barna í Grindavík. Best væri að finna aðstöðu svo börnin geti haldið hópinn, frekar en að dreifa þeim á milli skóla. 13.11.2023 11:04
Auknar líkur á að kvika geti komið upp á hafsbotni Auknar líkur eru á að kvika geti komið upp á hafsbotni, en verulegar líkur eru á að kvikan nái að brjóta sér leið til yfirborðs. Þá er ekki hægt að gera ráð fyrir því að gosórói sjáist á mælum áður en eldgos hefst. 12.11.2023 05:53
Ók ölvaður á gangandi vegfaranda Einn var handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa ekið ölvaður á gangandi vegfaranda í miðbæ Reykjavíkur. Vegfarandinn hlaut minniháttar meiðsl en ekki er nánar greint frá áverkum hans. 12.11.2023 05:28
„Við erum í nokkurs konar biðstöðu“ Lítil breyting er á stöðunni í Grindavík að sögn vettvangsstjóra lögreglunnar á suðurnesjum. Hann fundaði ásamt almannavörnum og aðgerðastjórnum klukkan fjögur í nótt. 12.11.2023 04:31
Sjötta barn Ramsay komið í heiminn Sjöttta barn stjörnukokksins Gordon Ramsay og eiginkonu hans Tana Ramsay er komið í heiminn. Drengurinn fæddist á afmælisdag pabba síns og hefur fengið nafnið Jesse James Ramsay. 12.11.2023 03:13
Dvínandi virkni geti þýtt að stutt sé í gos Jarðskjálfti yfir þremur að stærð mældist síðast klukkan 18:20. Náttúruvársérfræðingur segir ýmislegt geta úrskýrt dvínandi virkni, reynslan sýni að skjálftavirkni falli niður rétt fyrir gos. 12.11.2023 02:29
Vaktin: Ekki víst að gosórói sjáist á mælum áður en gos hefst Vísindamenn telja miklar líkur á eldgosi á Reykjanesskaga eftir atburði gærkvöldsins. Grindvíkingar munu ekki fá að fara heim næstu daga eftir farsæla rýmingu í gærkvöldi. Ástandið er stöðugt endurmetið. 11.11.2023 08:36
„Þetta gætu verið nokkrir klukkutímar eða nokkrir dagar“ Jarðeðlisfræðingur segir stöðuna benda til þess að kvika sé að troða sér upp í jarðskorpuna. Veðurstofan situr á fundi með almannavörnum í Öskju. 10.11.2023 19:07
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent