Kvosin í miðbænum verður göngusvæði og bílastæðin fara Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. febrúar 2024 19:32 Unnið er að því að klára hönnun og skipulag. vísir/grafík Kvosin í Reykjavík verður að heildstæðu göngusvæði og verða bílastæði sem nú eru á svæðinu því tekin. Borgarfulltrúi segir breytinguna verða mikla lyftistöng fyrir staðinn þar sem áhersla verður lögð á gróður, lýsingu og fjölskylduvænt rými. Það var á borgarstjórnarfundi í dag sem Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs kynnti hönnun nýja svæðisins. Hluti Austurstrætis hefur lengi verið göngugata, fram að gatnamótum Pósthússtrætis, en nú á að klára verkefnið og verður strætið allt að göngugötu. Veltusundið og Kirkjustræti breytast í göngugötu. Pósthússtrætið verður metið í samráði og verður annað hvort vistgata eða göngugata. „Og þetta mun gera svæðið að fjölnota skemmtilegu rými, bæði fyrir leik, samverustundir fjölskyldna og vina en líka þjóna mun vel veitingarekstri hér á svæðinu og verða svæði sem mun nýtast í því samhengi,“ segir Dóra Björt. Nú sé unnið að því að klára hönnun og skipulag auk þess sem fulltrúar borgarinnar ætla að hefja samtal við íbúa og atvinnulífið á svæðinu. Hér má sjá hönnun svæðisins.karres brands/sprint studio Dóra Björt segir breytinguna lyftistöng fyrir svæðið sem almannarými þar sem áhersla verður lögð á gróður, áningarstaði og lýsingu. „Þetta er sögulegt svæði og er í raun fyrsta skilgreinda göngugata borgarinnar, meðal annars árið1974 og svo aftur 1986 að mér skilst.“ Dóra Björt kynnti hönnunina á borgarstjórnarfundi í dag.karres brands/sprint studio Því hafi verið ákveðið að huga að sögunni í hönnun og mun hið gamla mæta hinu nýja. „Hérna þessi gatnamót við Pósthússtrætið var áður hlið inn í Reykjavík þegar þú komst sjóleiðina og það á að lyfta því í hönnuninni þannig þetta verður ótrúlega fallegt og mun halda vel utan um fólk.“ Reykjavík Borgarstjórn Göngugötur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Það var á borgarstjórnarfundi í dag sem Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs kynnti hönnun nýja svæðisins. Hluti Austurstrætis hefur lengi verið göngugata, fram að gatnamótum Pósthússtrætis, en nú á að klára verkefnið og verður strætið allt að göngugötu. Veltusundið og Kirkjustræti breytast í göngugötu. Pósthússtrætið verður metið í samráði og verður annað hvort vistgata eða göngugata. „Og þetta mun gera svæðið að fjölnota skemmtilegu rými, bæði fyrir leik, samverustundir fjölskyldna og vina en líka þjóna mun vel veitingarekstri hér á svæðinu og verða svæði sem mun nýtast í því samhengi,“ segir Dóra Björt. Nú sé unnið að því að klára hönnun og skipulag auk þess sem fulltrúar borgarinnar ætla að hefja samtal við íbúa og atvinnulífið á svæðinu. Hér má sjá hönnun svæðisins.karres brands/sprint studio Dóra Björt segir breytinguna lyftistöng fyrir svæðið sem almannarými þar sem áhersla verður lögð á gróður, áningarstaði og lýsingu. „Þetta er sögulegt svæði og er í raun fyrsta skilgreinda göngugata borgarinnar, meðal annars árið1974 og svo aftur 1986 að mér skilst.“ Dóra Björt kynnti hönnunina á borgarstjórnarfundi í dag.karres brands/sprint studio Því hafi verið ákveðið að huga að sögunni í hönnun og mun hið gamla mæta hinu nýja. „Hérna þessi gatnamót við Pósthússtrætið var áður hlið inn í Reykjavík þegar þú komst sjóleiðina og það á að lyfta því í hönnuninni þannig þetta verður ótrúlega fallegt og mun halda vel utan um fólk.“
Reykjavík Borgarstjórn Göngugötur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira