Ríkinu sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík telur að ríkinu sé sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu. Mannréttindasómstóllinn hafi kveðið á um að ríki hafi mikið svigrúm til þess að vernda líf og heilsu manna. 16.1.2022 11:42
Bólusetningarskylda, borgarmál og hagkerfið í Sprengisandi Farið verður um víðan völl í Sprengisandi. Margrét Einarsdóttir sem er prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík ætlar að skiptast á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldri. 16.1.2022 10:13
Telur fjármálaráðherra grípa of seint til efnahagsaðgerða Þingmaður í stjórnarandstöðu segir efnahagsaðgerðir samhliða samkomutakmörkunum koma fram heldur seint og telur umhugsunavert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal aðgerða á meðan sakir standa. Hún veltir því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé nú þegar verið er að tilkynna íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið. 15.1.2022 19:01
Eðlileg krafa að ríkið greiði laun starfsmanna í einangrun Hertar sóttvarnaaðgerðir hafa gífurleg áhrif á daglega starfsemi margra fyrirtækja. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann kallar eftir frekari lausnum gagnvart fyrirtækjum sem verst verða fyrir barðinu á takmörkunum og telur eðlilegt að ríkið greiði laun starfsmanna í einangun. 15.1.2022 13:02
Fella niður leikskólagjöld þeirra sem halda börnum heima vegna faraldursins Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur ákveðið að fella niður leikskólagjöld og gjöld vegna mötuneyta hjá þeim foreldrum sem halda börnum sínum heima vegna faraldurs kórónuveirunnar. Um 40 prósent starfsmanna Grunnskólans í Hveragerði er fjarverandi vegna veikinda. 15.1.2022 12:01
Fékk sting í hjartað þegar hún sá myndbandið og segir frásögnina ekki einsdæmi Talskona líkamsvirðingar segir mikilvægt að foreldrar tengi umræðu um matarræði og holla hreyfingu við líðan barna en alls ekki útlit. Myndband þar sem ung kona segir móður hennar beita hana andlegu ofbeldi vegna fitufordóma hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. 12.1.2022 20:01
Búin að fá svínaflensuna og þrjú afbrigði af Covid19 Kona sem hefur þrisvar sinnum greinst með Covid19 segir ákveðin vonbrigði að greinast með þrjú helstu afbrigði veirunnar. Áður en Covid kom til sögunnar smitaðist hún af svínaflensunni og segir því létt í bragði að henni líði eins og tilraunadýri. 12.1.2022 19:01
„Aðstæður hverju sinni eru grandskoðaðar til þess að finna lausn“ Isavia hefur fjölgað veðurmælum sem mæla vindhraða á Keflavíkurflugvelli. Þetta er gert til þess að skapa þann möguleika að í einhverjum tilfellum sé hægt sé að hleypa fólki frá borði í vonskuveðri með því að færa flugvélar um stæði. 12.1.2022 12:21
Svínshjartað marki tímamót en mögulega tímabundin lausn Svínshjarta var í fyrsta sinn í sögunni grætt í manneskju. Hjartaskurðlæknir segir aðgerðina marka tímamót í læknavísinunum en setur ákveðna varnagla við ígræðsluna sem gæti verið tímabundin lausn. 11.1.2022 21:00
Réttarkerfið þurfi að þróast í takt við þá samfélagslegu umbreytingu sem nú eigi sér stað Forsætisráðherra segir að réttarkerfið þurfi að þróast í takt við þá miklu samfélagslegu umbreytingu sem nú eigi sér stað í málefnum um kynferðisofbeldi. 11.1.2022 19:00