Fréttamaður

Elísabet Inga Sigurðardóttir

Elísabet Inga er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ríkinu senni­lega heimilt að setja á bólu­setningar­skyldu

Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík telur að ríkinu sé sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu. Mannréttindasómstóllinn hafi kveðið á um að ríki hafi mikið svigrúm til þess að vernda líf og heilsu manna. 

Bólusetningarskylda, borgarmál og hagkerfið í Sprengisandi

Farið verður um víðan völl í Sprengisandi. Margrét Einarsdóttir sem er prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík ætlar að skiptast á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldri.

Telur fjár­mála­ráð­herra grípa of seint til efna­hags­að­gerða

Þingmaður í stjórnarandstöðu segir efnahagsaðgerðir samhliða samkomutakmörkunum koma fram heldur seint og telur umhugsunavert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal aðgerða á meðan sakir standa. Hún veltir því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé nú þegar verið er að tilkynna íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið.

Eðli­leg krafa að ríkið greiði laun starfs­manna í ein­angrun

Hertar sóttvarnaaðgerðir hafa gífurleg áhrif á daglega starfsemi margra fyrirtækja. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann kallar eftir frekari lausnum gagnvart fyrirtækjum sem verst verða fyrir barðinu á takmörkunum og telur eðlilegt að ríkið greiði laun starfsmanna í einangun.

Búin að fá svínaflensuna og þrjú afbrigði af Covid19

Kona sem hefur þrisvar sinnum greinst með Covid19 segir ákveðin vonbrigði að greinast með þrjú helstu afbrigði veirunnar. Áður en Covid kom til sögunnar smitaðist hún af svínaflensunni og segir því létt í bragði að henni líði eins og tilraunadýri.

Sjá meira