Fékk sting í hjartað þegar hún sá myndbandið og segir frásögnina ekki einsdæmi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2022 20:01 Erna Kristín Stefánsdóttir fékk margar reynslusögur frá fólki sem varð fyrir svipuðu aðkasti á barnsaldri. stöð2 Talskona líkamsvirðingar segir mikilvægt að foreldrar tengi umræðu um matarræði og holla hreyfingu við líðan barna en alls ekki útlit. Myndband þar sem ung kona segir móður hennar beita hana andlegu ofbeldi vegna fitufordóma hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by EIGIN KONUR (@eiginkonur) Myndbandið hér að ofan kemur fram í hlaðvarpsþættinum Eigin konur og hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Konan sem talar í myndbandinu er 24 ára gömul í dag og segist hafa alla tíð hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi frá móður og fitufordómum í sinn garð. „Ég var farin að æla öllu því litla sem ég borðaði. Ég var orðin svo grönn en þá fékk ég hrós: „Þú ert svo glæsileg en samt hefur mér aldrei liðið jafn illa með sjalfan mig,“ segir konan í myndbandinu. „Þetta er rosalega algengt“ Erna Kristín, sem heldur úti Instagraminu Ernuland hefur beitt sér fyrir umræðu um líkamsvirðingu. Hún sá myndbandið í gær og fékk að eigin sögn sting í hjartað. „En raunin er sú að þetta er rosalega algengt og þetta er ekki einsdæmi,“ sagði Erna Kristín Stefánsdóttir, talskona um líkamsvirðingu. Dæmi um að foreldrar borgi börnum fyrir það að missa kíló Hún óskaði í gær eftir reynslusögum frá fólki sem varð fyrir fitusmánun sem börn og inboxið fylltist af sögum þeirra sem lentu í því að foreldrar skikkuðu þau í megrun með ýmsum aðferðum. „Borga þeim fyrir að missa kíló. Leyfa þeim ekki að fara að skemmta sér og hafa gaman fyrr en þau hafa farið niður á vigtinni. Ef þú talar um rauða þráðinn þá eru flest skilaboðin sem enda þannig að viðkomandi sé að díla við átröskun í dag.“ Hún segir mikilvægt að foreldrar tengi umræðu um matarræði og holla hreyfingu við líðan barna en alls ekki útlit. „Með matarskömm og hræðslu í kringum mat þá auðvitað myndast vítahringur sem getur fengði fólk til þess að þróa með sér átröskun eða sjálfshatur eða upplifa sig sem einhvers konar mistök að geta ekki framfylgt ákveðnum matarreglum.“ Samfélagsmiðlar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
View this post on Instagram A post shared by EIGIN KONUR (@eiginkonur) Myndbandið hér að ofan kemur fram í hlaðvarpsþættinum Eigin konur og hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Konan sem talar í myndbandinu er 24 ára gömul í dag og segist hafa alla tíð hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi frá móður og fitufordómum í sinn garð. „Ég var farin að æla öllu því litla sem ég borðaði. Ég var orðin svo grönn en þá fékk ég hrós: „Þú ert svo glæsileg en samt hefur mér aldrei liðið jafn illa með sjalfan mig,“ segir konan í myndbandinu. „Þetta er rosalega algengt“ Erna Kristín, sem heldur úti Instagraminu Ernuland hefur beitt sér fyrir umræðu um líkamsvirðingu. Hún sá myndbandið í gær og fékk að eigin sögn sting í hjartað. „En raunin er sú að þetta er rosalega algengt og þetta er ekki einsdæmi,“ sagði Erna Kristín Stefánsdóttir, talskona um líkamsvirðingu. Dæmi um að foreldrar borgi börnum fyrir það að missa kíló Hún óskaði í gær eftir reynslusögum frá fólki sem varð fyrir fitusmánun sem börn og inboxið fylltist af sögum þeirra sem lentu í því að foreldrar skikkuðu þau í megrun með ýmsum aðferðum. „Borga þeim fyrir að missa kíló. Leyfa þeim ekki að fara að skemmta sér og hafa gaman fyrr en þau hafa farið niður á vigtinni. Ef þú talar um rauða þráðinn þá eru flest skilaboðin sem enda þannig að viðkomandi sé að díla við átröskun í dag.“ Hún segir mikilvægt að foreldrar tengi umræðu um matarræði og holla hreyfingu við líðan barna en alls ekki útlit. „Með matarskömm og hræðslu í kringum mat þá auðvitað myndast vítahringur sem getur fengði fólk til þess að þróa með sér átröskun eða sjálfshatur eða upplifa sig sem einhvers konar mistök að geta ekki framfylgt ákveðnum matarreglum.“
Samfélagsmiðlar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira