
Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í fréttum okkar í kvöld fáum við einstaka innsýn í Covid-göngudeild Landspítalans. Við fylgjumst með því hvernig starfsfólkið þarf að búa sig undir langar vaktir í hlífðargöllum sem er ekki fyrir venjulega manneskju að klæðast í fleiri klukkutíma á dag. Starfsfólkið segir gjörgæsluna sprungna og hafa sjúklingar verið fluttir til Akureyrar til að létta á álaginu.