Segja Zoom hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs notenda sinna Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 14:53 Í heimsfaraldri eru flestir farnir að kannast við samskiptaforritið Zoom. Getty/Rafael Henrique Samskiptaforritinu Zoom hefur verið gert að greiða það sem nemur tæpum 10,7 milljörðum íslenskra króna vegna málsóknar sem höfðuð var gegn fyrirtækinu fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs notenda. Málsóknin var gefin út í mars árið 2020 fyrir hönd fjölda notenda út um allan heim. Í henni kemur fram að samskiptaforritið hafi brotið gegn friðhelgi milljóna notenda með því að deila persónulegum upplýsingum með Facebook, Google og LinkedIn. Þá er fyrirtækið jafnframt sakað um að hafa ekki gert allt sem það gat til að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar næðu að brjótast inn á fundi fólks á forritinu. Fyrirtækið hefur neitað allri sök en hefur samþykkt að leggja aukinn metnað í öryggisráðstafanir. Í bráðabirgðasamkomulagi málsins kemur fram að fyrirtækið muni veita starfsfólki sínu sérstaka þjálfun í meðhöndlun gagna og öðru sem viðkemur friðhelgi einkalífs. Talsmaður fyrirtækisins segir öryggi og friðhelgi einkalífs notenda vera í algjörum forgrunni og að fyrirtækið taki trausti notenda alvarlega. Fyrirtækið hefur lengi verið gagnrýnt fyrir nálgun sína á öryggi. Þó nokkur fyrirtæki hafa hætt allri notkun á Zoom vegna svokallaðs „Zoombombing“ sem er þegar óboðnir gestir brjótast inn á fundi. Greint var frá því í tímaritinu New York Times á síðasta ári þegar óprúttinn aðili braust inn á Zoom viðburð á vegum fyrirtækisins Chipotle og birti klámmyndir. Fréttastofa BBC segist þó hafa heimildir fyrir því að Zoom hafi nú innleitt yfir hundrað nýja verkferla sem snúa að öryggi notenda sinna. Bandaríkin Tækni Persónuvernd Fjarvinna Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Málsóknin var gefin út í mars árið 2020 fyrir hönd fjölda notenda út um allan heim. Í henni kemur fram að samskiptaforritið hafi brotið gegn friðhelgi milljóna notenda með því að deila persónulegum upplýsingum með Facebook, Google og LinkedIn. Þá er fyrirtækið jafnframt sakað um að hafa ekki gert allt sem það gat til að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar næðu að brjótast inn á fundi fólks á forritinu. Fyrirtækið hefur neitað allri sök en hefur samþykkt að leggja aukinn metnað í öryggisráðstafanir. Í bráðabirgðasamkomulagi málsins kemur fram að fyrirtækið muni veita starfsfólki sínu sérstaka þjálfun í meðhöndlun gagna og öðru sem viðkemur friðhelgi einkalífs. Talsmaður fyrirtækisins segir öryggi og friðhelgi einkalífs notenda vera í algjörum forgrunni og að fyrirtækið taki trausti notenda alvarlega. Fyrirtækið hefur lengi verið gagnrýnt fyrir nálgun sína á öryggi. Þó nokkur fyrirtæki hafa hætt allri notkun á Zoom vegna svokallaðs „Zoombombing“ sem er þegar óboðnir gestir brjótast inn á fundi. Greint var frá því í tímaritinu New York Times á síðasta ári þegar óprúttinn aðili braust inn á Zoom viðburð á vegum fyrirtækisins Chipotle og birti klámmyndir. Fréttastofa BBC segist þó hafa heimildir fyrir því að Zoom hafi nú innleitt yfir hundrað nýja verkferla sem snúa að öryggi notenda sinna.
Bandaríkin Tækni Persónuvernd Fjarvinna Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira