Íslenska lögreglan kynnist rafbyssunum umdeildu Undirbúningur lögreglu fyrir komu rafbyssa er nú í fullum gangi undir handleiðslu erlendra sérfræðinga. Íslensk lögreglukona segir alveg nóg að prófa einu sinni að vera skotin og fá fimm sekúndna rafstraum úr vopninu. 22.9.2023 21:22
Dagdrykkja meðal sjúklinga SÁÁ þrefaldast á þrjátíu árum Netverslun áfengis er mikið áhyggjuefni að sögn læknis hjá SÁÁ. Áfengisneysla hefur tæplega tvöfaldast á síðustu fjörutíu árum hér á landi hjá fimmtán ára og eldri. Þá hefur fjöldi þeirra skjólstæðinga SÁÁ sem drekkur daglega rúmlega þrefaldast á þrjátíu árum. 19.9.2023 23:00
Ættleidd börn með áföll í bakpoka og mikilvægt að grípa þau Ættleiðing er ævilangt ferli að sögn Elísabetar Hrundar Salvarsdóttur, framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar, sem segir mikla þörf á stuðningi og fræðslu í tengslum við ferlið. Þá sé nauðsynlegt að taka tillit til þess að oft sé ekki mikið vitað um bakgrunn barnanna. 15.9.2023 15:33
Matvælaframleiðsla eigi undir högg að sækja á Íslandi Íslensk matvælaframleiðsla á undir högg að sækja að sögn ungs kúabónda. Síðustu ár hafi stjórnvöld markvisst grafið undan framleiðslunni. 15.9.2023 12:04
Líkir framboði efnaskiptaaðgerða erlendis við villta vestrið Formaður Samtaka fólks með offitu líkir framboði efnaskiptaaðgerða erlendis við villta vestrið. Dæmi eru um að Íslendingar hafi sótt aðgerðir úti sem ekki hafi verið framkvæmdar nægilega vel að sögn kviðarholsskurðlæknis. 11.9.2023 13:22
„Þetta er stórt og ljótt mál og þeir eiga að taka á þessu“ ADHD samtökin hafa skorað á stjórnvöld að setja á reglugerð tafarlaust til að koma í veg fyrir að fólk sem notar lyf vegna ADHD verði beitt viðurlögum eða sektum af hálfu lögreglu í umferðinni. Formaður samtakanna segir núgildandi lög gölluð. 11.9.2023 12:46
„Mér finnst þetta algjörlega fjarstæðukennt“ Nágrannar sendiherrabústaðar Bandaríkjanna við Sólvallagötu eru uggandi yfir hugmyndum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Íbúi í hverfinu segir hugmyndirnar fráleitar. 6.9.2023 23:42
Dagforeldrum heldur áfram að fækka þrátt fyrir átak borgarinnar Aðeins einn hefur sótt um rekstrarleyfi sem dagforeldri í Reykjavík þrátt fyrir átak borgarinnar og heldur dagforeldrum áfram að fækka. Oddviti Framsóknar segir átakið tilraunarinnar virði. 6.9.2023 15:24
„Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6.9.2023 10:39
„Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina 5.9.2023 12:09