„Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. september 2023 12:09 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir málið sorglegt. Vísir/Egill Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina Sautján ára piltur og móðir hans stigu fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær og gagnrýndu vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt. Drengurinn, sem er dökkur á hörund, fór ásamt vini sínum á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ og voru þeir ný mættir að sögn drengsins þegar hópur lögreglumanna veittist að honum á harkalegan hátt. Lögreglan hafi gengið á hann og spurt hvort hann væri með efni eða vopn á sér, beint honum upp að vegg og látið hund leita á honum. Á meðan hafi vinur hans sem er hvítur staðið afskiptalaus fyrir aftan. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir málið sorglegt. „Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp og sérstaklega í tengslum við Ljósanótt sem að öðru leyti tókst mjög vel. Þetta er kannski svartur blettur á Ljósanóttinni. Mér þykir þetta leitt og sorglegt að viðkomandi skyldi þurfa lenda í þessu og fjölskylda hans og bara sýni þeim fullan stuðning,“ segir Kjartan. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í fréttum okkar í gær að málið væri litið alvarlegum augum og að vinnubrögð lögreglu yrðu rannsökuð. Málið hefur vakið upp mikil viðbrögð og segja margir það ekki einsdæmi á Suðurnesjum. Kjartan segist ekki hafa heyrt um mörg sambærileg dæmi. „Með því er ég ekki að segja að þau hafi ekki átt sér stað en ég hef ekki fengið upplýsingar eða kvartanir sjálfur beint vegna þess nei.“ Hann bíði nú niðurstöðu nefndar um eftirlit með lögreglu vegna málsins og vonar að mál að þessu tagi endurtaki sig ekki. Reykjanesbær Lögreglan Kynþáttafordómar Ljósanótt Lögreglumál Tengdar fréttir „Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. 4. september 2023 00:03 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Sautján ára piltur og móðir hans stigu fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær og gagnrýndu vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt. Drengurinn, sem er dökkur á hörund, fór ásamt vini sínum á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ og voru þeir ný mættir að sögn drengsins þegar hópur lögreglumanna veittist að honum á harkalegan hátt. Lögreglan hafi gengið á hann og spurt hvort hann væri með efni eða vopn á sér, beint honum upp að vegg og látið hund leita á honum. Á meðan hafi vinur hans sem er hvítur staðið afskiptalaus fyrir aftan. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir málið sorglegt. „Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp og sérstaklega í tengslum við Ljósanótt sem að öðru leyti tókst mjög vel. Þetta er kannski svartur blettur á Ljósanóttinni. Mér þykir þetta leitt og sorglegt að viðkomandi skyldi þurfa lenda í þessu og fjölskylda hans og bara sýni þeim fullan stuðning,“ segir Kjartan. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í fréttum okkar í gær að málið væri litið alvarlegum augum og að vinnubrögð lögreglu yrðu rannsökuð. Málið hefur vakið upp mikil viðbrögð og segja margir það ekki einsdæmi á Suðurnesjum. Kjartan segist ekki hafa heyrt um mörg sambærileg dæmi. „Með því er ég ekki að segja að þau hafi ekki átt sér stað en ég hef ekki fengið upplýsingar eða kvartanir sjálfur beint vegna þess nei.“ Hann bíði nú niðurstöðu nefndar um eftirlit með lögreglu vegna málsins og vonar að mál að þessu tagi endurtaki sig ekki.
Reykjanesbær Lögreglan Kynþáttafordómar Ljósanótt Lögreglumál Tengdar fréttir „Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. 4. september 2023 00:03 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. 4. september 2023 00:03