Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20.6.2024 07:53
Eftirlitsaðilum bárust 50 ábendingar frá 1. apríl 2023 til ársloka Tæplega 50 ábendingar um leigubifreiðaakstur bárust eftirlitsaðilum frá 1. apríl 2023, þegar ný lög um leigubifreiðaakstur tóku gildi, til ársloka. 20.6.2024 07:11
Banna fiskeldi í opnum kvíum við strendur Bresku-Kólumbíu Stjórnvöld í Kanada hafa ákveðið að banna fiskeldi í opnum kvíum við strendur Bresku-Kólumbíu. Bannið tekur gildi eftir fimm ár og hefur verið fagnað af umhverfisverndarsinnum. 20.6.2024 06:48
Yfir 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosta yfir 60 milljónir Yfir 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu eru verðlagðar á yfir 60 milljónir króna, sem gerir fyrstu kaupendum erfitt fyrir að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Íbúðaverð hækkaði um 4,9 prósent á fyrstu fimm mánuðum ársins. 20.6.2024 06:21
Nöfnum þéttbýliskjarna breytt til að þurrka út menningu Úígúra Yfirvöld í Kína hafa breytt heitum hundruð þorpa og bæja Úígúra og fjarlægt úr þeim tilvísanir í sögu, menningu og trú minnihlutahópsins. Breytingarnar eru taldar ná til 630 þéttbýliskjarna og áttu flestar sér stað á árunum 2017-2019. 19.6.2024 11:25
Staðfesta áminningu vegna flutnings 37 þorska milli skipa Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Fiskistofu um að veita útgerðaraðila skriflega áminningu fyrir að hafa fært 37 þorska milli skipa í júní 2022. 19.6.2024 10:46
Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19.6.2024 08:51
Nvidia verðmætasta skráða fyrirtæki heims Nvidia hefur tekið fram úr Microsoft og Apple og er nú verðmætasta skráða fyrirtæki heims. Eftirspurn eftir örflögum fyrirtækisins hefur stóraukist síðustu ár, meðal annars vegna örra tækniframfara á sviði gervigreindar. 19.6.2024 08:13
Timberlake ákærður og handtökumyndin birt Lögregluyfirvöld vestanhafs hafa birt myndina sem tekin var af tónlistarmanninum Justin Timberlake eftir að hann var handtekinn fyrir ölvunarakstur um helgina. 19.6.2024 07:20
Stjórnvöld í Ísrael íhuga stríð gegn Hezbollah og Líbanon Utanríkisráðherra Ísrael segir ákvörðun um mögulegt stríð gegn Hezbollah munu liggja fyrir innan tíðar en greint var frá því í gær að stjórnvöld hefðu ákveðið að ráðast í aðgerðir gegn samtökunum í Líbanon. 19.6.2024 06:59