
Eyjólfur Örn ráðinn forstöðumaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka
Eyjólfur Örn Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka. Eyjólfur hefur verið forstöðumaður afleiðu- og gjaldeyrisborðs Íslandsbanka en starfaði áður við markaðsviðskipti og í fjárstýringu bankans.