Karólína hafði betur gegn Sveindísi og fór á toppinn Bayer Leverkusen vann 1-0 sigur á Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þar hafði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir betur gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur. 6.12.2024 19:23
Slæmt tap Svía Svíar töpuðu fyrir Rúmenum, 23-25, í öðrum leik sínum í milliriðli 1 á Evrópumótinu í handbolta kvenna. Fyrir vikið minnkuðu möguleikar Svíþjóðar á að komast í undanúrslit mótsins. 6.12.2024 17:32
Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Eftir að hafa fengið afar lítið að spila hjá Rhein-Neckar Löwen er Arnór Snær Óskarsson kominn í stórt hlutverk hjá Kolstad. Það var að hrökkva eða stökkva þegar norsku meistararnir vildu fá hann strax til sín. Arnór flutti inn á bróður sinn og samherja, Benedikt Gunnar, en þeir eru að koma sér fyrir í nýrri íbúð í Þrándheimi. 6.12.2024 10:00
Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann George Russell, ökumaður Mercedes, hefur svarað Max Verstappen. Hann segir að heimsmeistarinn hafi hótað að klessa á hann í kappakstrinum í Katar og meiða hann. 6.12.2024 07:02
Dagskráin í dag: Tveir stórleikir í Bónus deild karla Sýnt verður beint frá viðburðum í fjórum íþróttagreinum á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Meðal annars verða tveir stórleikir í Bónus deild karla. Níunda umferðin verður svo gerð upp í Bónus Körfuboltakvöldi. 6.12.2024 06:00
Benedikt í bann Þjálfari Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta, Benedikt Guðmundsson, hefur verið dæmdur í eins leiks bann. 5.12.2024 23:17
Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Sporting, sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með, tapaði naumlega fyrir Füchse Berlin, 33-32, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta. 5.12.2024 22:42
Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu Bournemouth lyfti sér upp fyrir Tottenham og í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri í leik liðanna í kvöld. Lokatölur á Vitality leikvanginum, 1-0. 5.12.2024 22:10
Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Noregur hefur unnið alla fjóra leiki sína á Evrópumóti kvenna í handbolta. Í kvöld sigruðu Norðmenn Dani, 24-27, í fyrsta leik sínum í milliriðli 2. 5.12.2024 21:57
Fulham upp í sjötta sætið Alex Iwobi skoraði tvö mörk þegar Fulham sigraði Brighton, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 5.12.2024 21:46