Yfir hundrað mál á tólf tímum Starf lögreglumannsins er álagsstarf, og stressið oft mikið, enda aðstæður þannig að maður veit aldrei út í hvað maður er að fara, segir Páll Ingi Pálsson varðstjóri. Mál þar sem börn koma við sögu eru erfiðust að hans sögn. Lögreglumenn segja umræðuna um störf þeirra oft ósanngjarna, þingmenn og fjölmiðlar séu oft óvægnir í þeirra garð. 25.8.2024 10:01
Lélegt skyggni, hálka og mikill snjór við Öskju Vegurinn frá Drekagili upp í Öskju er ekki jepplingafær, vegna mikilla snjóa. Þar er lélegt skyggni og hálka. Veðurútlit næstu tvo daga og er snjókoma og vindur í kortunum. 22.8.2024 17:03
„Það þarf að afrugla þessa rugludalla“ Mikillar óánægju gætir meðal íbúa Húsavíkur um fyrirhugaða skógrækt í landi Saltvíkur við Húsavík. Búið er að herfa rásir í mólendinu, sem var vinsælt svæði fyrir berjatínslu og aðra útivist. Formaður Framsýnar furðar sig á að menn velji ekki önnur svæði til skógræktar en besta mólendið. Stjórnarformaður Yggdrasils Carbon, fyrirtækisins á bak við aðgerðirnar, segist taka þetta alvarlega og fyrirtækið muni skoða málið. 22.8.2024 15:13
Nemandi borgar fjögur þúsund á dag í bílastæðagjöld Móðir nemanda í Tækniskólanum við Hallgrímskirkju í Reykjavík, furðar sig á því að hann þurfi að greiða um fjögur þúsund krónur á dag í bílastæðagjöld, á bílastæði sem var gjaldfrjálst síðasta vetur. Skólameistari segir að skólinn sé í 101, og þar fækki bílastæðum stöðugt og fleiri og fleiri stæði verði gjaldskyld. 22.8.2024 12:23
Borgarlína í grunninn bara betri strætó Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. 21.8.2024 17:09
Miklabraut í jarðgöng, Sæbraut í stokk og óbreytt Borgarlínuáform Heildarkostnaður til ársins 2040 við nýjan samgöngusáttmála sem kynntur var á blaðamannafundi í dag er áætlaður 311 milljarðar króna. Stærstu breytingarnar frá fyrri sáttmála eru þær að Miklabraut verði lögð í jarðgöng ekki stokk, og Sæbraut verði lögð í stokk. Allar lykilframkvæmdir eru þær sömu og áður. 21.8.2024 15:14
ReebokFitness skiptir um nafn Líkamsræktarstöðin ReebokFitness ætlar að breyta nafni sínu, en samstarfi þeirra við Reebok vörumerkið er lokið. Leit stendur yfir að nýju nafni. Stöðin hefur starfað frá árinu 2011. 21.8.2024 13:52
Hafa ekki fundið árásarmennina í Eyjum Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir að mál tveggja manna sem urðu fyrir stórfelldri líkamsárás á Þjóðhátíð séu ennþá í rannsókn. Enginn sé grunaður eins og er. 21.8.2024 13:30
Hafa áhyggjur af því að hraun muni ná inn fyrir varnargarða Tilefni er til þess að hafa áhyggjur af því að hraun geti náð inn fyrir varnargarða við Grindavík í næsta eldgosi. Veðurstofan hefur uppfært hættumat vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga, sem er óbreytt frá síðustu viku. 21.8.2024 11:20
Rússar sækja fram og ná Niu-York undir sitt vald Rússneski herinn hefur greint frá því að hann hafi náð Niu-York, litlum bæ í austurhluta Úkraínu, undir sitt vald. Rússar halda áfram að sækja fram að stærri héruðum í Donetsk héraðinu í Úkraínu. 20.8.2024 23:43
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent