Vísbending um að flutningaskip hafi hvolft bátnum Lögreglan rannsakar hvort erlent flutningaskip tengist því að að strandveiðibát hvolfdi norðvestur af Garðskaga í nótt. Manni var bjargað úr sjónum en litlu mátti muna að illa færi. Skemmdir á stefni flutningaskipsins benda til áreksturs. 16.5.2024 11:42
Hafna tilboðum í áætlunarflug milli Reykjavíkur og Hornafjarðar Vegagerðin hefur hafnað öllum tilboðum sem þeim bárust þeim í áætlunarflug milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði í vetur. Opnað var fyrir tilboð þann 30. apríl, en þrjú tilboð bárust sem öll voru töluvert yfir kostnaðaráætlun. Til stendur að bjóða tilboðsaðilum til samningaviðræðna, en núgildandi samningur rennur út 30. ágúst 2024. 16.5.2024 10:46
Nýir Íslendingar heimsóttu Bessastaði Öllum þeim sem fengið hafa íslenskan ríkisborgararétt á árinu var í dag boðið til Bessastaða á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands og Elizu Reid, forsetafrú. 12.5.2024 17:10
Vilja bæta íslenskukennslu fyrir innflytjendur Alþingi samþykkti á miðvikudaginn aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu til ársins 2026. Um er að ræða 22 aðgerðir þar sem markmiðið er að forgangsraða verkefnum þegar kemur að verndun og þróun tungumálsins. Meðal lykilatriða eru m.a. starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur og aukin talsetning og textun á íslensku. 12.5.2024 17:00
Guðný og Pétur selja glæsihöll í Garðabæ Guðný Helga forstjóri VÍS og Pétur Rúnar flugstjóri hjá Icelandair hafa sett hús sitt að Holtsbúð 51 í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 274,3 fermetra einbýli á tveimur hæðum, sem hægt væri að breyta í tveggja íbúða hús. Ásett verð er 220 milljónir. 12.5.2024 15:22
Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. 12.5.2024 14:08
Kviknaði í bragga á Egilsstöðum Kviknað hefur í bragga í húsnæði Austurljóss á Egilsstöðum. Slökkviliðið var kallað út klukkan 11:20 og slökkvistarf enn í gangi. 12.5.2024 12:45
Meistari B-kvikmyndanna látinn Roger Corman, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi er látinn 98 ára að aldri. Hann framleiddi mörg hundruð kvikmyndir og gaf mörgum stórstjörnum kvikmyndaheimsins sín fyrstu tækifæri. 12.5.2024 12:15
Leiðin að lengsta skíðastökki allra tíma Á Youtube er nú vinsælt myndband í dreifingu sem sýnir skíðastökkið sem framkvæmt var á Akureyri í apríl og allan undirbúning þess. Japaninn Ryoyu Kobayashi stökk 291 metra á skíðum í Hlíðarfjalli á Akureyri 24. apríl síðastliðinn. 12.5.2024 10:48
Rannsaka alvarlegt ofbeldisbrot í Árnessýslu Lögreglan á Suðurlandi er með til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás, og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins. 12.5.2024 10:02