
Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu?
„Þær nefndu ekki 71. greinina. En mér sýndist algjörlega augljóst að það sé í rauninni það sem þær eru að tala um,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, um ávarp Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og málflutning ráðherranna Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ingu Sæland á Alþingi í morgun.