Ekki hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað frá því síðdegis í gær og gæti bent til þess að áin sé hægt og rólega að losa um krapann á yfirborðinu. Farið verður í eftirlitsflug nú síðdegis til að kanna betur aðstæður í ánni. Ekki sé hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast í ánni. 2.2.2021 16:21
Fengu mildari dóma í nauðgunarmáli en fara nú fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir nauðgunarmál gegn tveimur mönnum, sem Landsréttur dæmdi í lok síðasta árs. Ríkissaksóknari telur refsingu mannanna, sem milduð var um ár í Landsrétti, of væga. 2.2.2021 16:09
Neituðu að jarða mann vegna þess að hann var svartur Stjórnendur kirkjugarðs í Louisiana í Bandaríkjunum báðu ekkju lögreglumanns afsökunar í gær, eftir að hafa neitað að jarða eiginmann hennar vegna þess að hann var svartur. Aldagamlar reglur, sem enn voru í gildi þar til í gær, kváðu á um að aðeins mætti jarðsetja hvítt fólk í kirkjugarðinum. 29.1.2021 23:48
ESB hættir við umdeilda ákvörðun um bóluefnisútflutning Evrópusambandið er hætt við að virkja ákvæði í Brexit-samningnum, sem ætlað var að hamla útflutningi bóluefnis gegn kórónuveirunni frá ríkjum sambandsins til Norður-Írlands. Ákvörðunin, sem tengist deilum ESB við bóluefnaframleiðandann AstraZeneca, var fordæmd í Bretlandi og víðar. 29.1.2021 23:07
Neitar að hafa myrt dóttur sína og sent skilaboð úr síma hennar í blekkingarskyni Faðir breskrar táningsstúlku, sem saknað hefur verið síðan í júlí í fyrra, neitaði sök fyrir dómi í St. Albans, bæ í úthverfi Lundúna, í dag. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt dóttur sína, auk þess sem honum er gefið að sök að hafa sent skilaboð úr síma hennar í blekkingarskyni. 29.1.2021 22:00
Hélt hníf upp að hálsi tólf ára pilts eftir „dólgslæti“ fyrir utan Kvikk Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og brot gegn barnaverndarlögum. Maðurinn bar hníf upp að hálsi tólf ára pilts, sem hann sagði hafa verið með „dólgslæti“ ásamt félögum sínum fyrir utan verslun fyrr sama dag. 29.1.2021 21:28
Niðurstöður Janssen „ótrúlega góðar fréttir“ Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði segir niðurstöður úr rannsókn á bóluefni Janssen/Johnson & Johnson „ótrúlega góðar fréttir“. Einn skammtur af efninu sýni öryggi og góða vernd gegn Covid-19. 29.1.2021 20:46
Samfélagið hafi því miður viðurkennt hatursorðræðu í garð stjórnmálamanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmdi skotárás sem nýlega var gerð á heimili Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í ræðu sinni á rafrænum flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hófst í dag. Þá gerði hún góðan árangur Íslands í baráttunni við kórónuveiruna að umtalsefni. 29.1.2021 19:57
Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi á Íslandi Lyfjastofnun veitti rétt í þessu bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Bóluefnið er það þriðja sem fær markaðsleyfi hér á landi en bólusetning er þegar hafin með bóluefnum Pfizer og Moderna. 29.1.2021 19:20
Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi í Evrópu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti nú síðdegis skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Dreifing á bóluefninu í álfuni mun því geta hafist von bráðar. 29.1.2021 18:54