Fengu mildari dóma í nauðgunarmáli en fara nú fyrir Hæstarétt Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 16:09 Málið fer fyrir Hæstarétt. Vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir nauðgunarmál gegn tveimur mönnum, sem Landsréttur dæmdi í lok síðasta árs. Ríkissaksóknari telur refsingu mannanna, sem milduð var um ár í Landsrétti, of væga. Mennirnir, Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski, voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember 2019 fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku. Fram kom í dómi héraðsdóms að brot mannanna hafi verið alvarleg og ófyrirleitin en rakið var að Tomasz hafi nauðgað stúlkunni og að því búnu stýrt henni inn í herbergi til Lukaszar, þar sem henni var aftur nauðgað. Landsréttur dæmdi mennina í tveggja ára fangelsi fyrir brot sín í desember síðastliðnum og mildaði þannig dómana yfir þeim báðum um eitt ár. Sérstaklega var tiltekið þeim til refsilækkunar hve langur tími hefði liðið frá því brotið var framið uns ákæra var gefin út, eða 27 mánuðir. Telja dóminn bersýnilega rangan Sótt var um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í byrjun janúar. Rakið er í ákvörðun Hæstaréttar að ríkissaksóknari telji refsingu mannanna of væga. Þá hafi það verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um það hver sé hæfileg refsing í nauðgunarmálum – og hvaða áhrif dráttur á málsmeðferð eigi að hafa á ákvörðun refsingar í slíkum málið. Þá telji ákæruvaldið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni hvað varðar ákvörðun refsingar. Hæstiréttur lítur svo á að mikilvægt sé að fá úrlausn réttarins um ákvörðun viðurlaga í því og samþykkir áfrýjunarbeiðnina. Dómaframkvæmd Landsréttar í kynferðisbrotamálum hefur vakið athygli undanfarin misseri, líkt og Fréttablaðið fór yfir í ítarlegri umfjöllun í byrjun janúar. Þar kemur fram að í sex af sautján nauðgunardómum Landsréttar árið 2020 hafi ákærði verið sýknaður eftir sakfellingu í héraði. Refsing hafi verið milduð í sjö tilvikum, oftast með vísan til tafa á málsmeðferð. Í umfjöllunin gagnrýnir Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður að dómstólar virðist eingöngu láta ákærða njóta þess, með mildari refsingu, að tafir hafi orðið á meðferð máls hjá ákæruvaldi og dómstólum. Hún telji að einnig eigi að horfa til hagsmuna brotaþola í þessu samhengi. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Mennirnir, Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski, voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember 2019 fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku. Fram kom í dómi héraðsdóms að brot mannanna hafi verið alvarleg og ófyrirleitin en rakið var að Tomasz hafi nauðgað stúlkunni og að því búnu stýrt henni inn í herbergi til Lukaszar, þar sem henni var aftur nauðgað. Landsréttur dæmdi mennina í tveggja ára fangelsi fyrir brot sín í desember síðastliðnum og mildaði þannig dómana yfir þeim báðum um eitt ár. Sérstaklega var tiltekið þeim til refsilækkunar hve langur tími hefði liðið frá því brotið var framið uns ákæra var gefin út, eða 27 mánuðir. Telja dóminn bersýnilega rangan Sótt var um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í byrjun janúar. Rakið er í ákvörðun Hæstaréttar að ríkissaksóknari telji refsingu mannanna of væga. Þá hafi það verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um það hver sé hæfileg refsing í nauðgunarmálum – og hvaða áhrif dráttur á málsmeðferð eigi að hafa á ákvörðun refsingar í slíkum málið. Þá telji ákæruvaldið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni hvað varðar ákvörðun refsingar. Hæstiréttur lítur svo á að mikilvægt sé að fá úrlausn réttarins um ákvörðun viðurlaga í því og samþykkir áfrýjunarbeiðnina. Dómaframkvæmd Landsréttar í kynferðisbrotamálum hefur vakið athygli undanfarin misseri, líkt og Fréttablaðið fór yfir í ítarlegri umfjöllun í byrjun janúar. Þar kemur fram að í sex af sautján nauðgunardómum Landsréttar árið 2020 hafi ákærði verið sýknaður eftir sakfellingu í héraði. Refsing hafi verið milduð í sjö tilvikum, oftast með vísan til tafa á málsmeðferð. Í umfjöllunin gagnrýnir Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður að dómstólar virðist eingöngu láta ákærða njóta þess, með mildari refsingu, að tafir hafi orðið á meðferð máls hjá ákæruvaldi og dómstólum. Hún telji að einnig eigi að horfa til hagsmuna brotaþola í þessu samhengi.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira