Uppfært klukkan 14:04:
Manneskjan í vatninu reyndist kafari og engin hætta var á ferðum. Hér fyrir neðan má nálgast viðtal við kafarann Mikael Dubik.
Björgunarsveitir frá Reykjanesbæ, Grindavík og höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar á vettvang, ásamt lögreglu og sjúkraflutningamönnum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg. Fyrstu viðbragðsaðilar komu á staðinn skömmu eftir hádegi.
Leit hófst strax á vatninu en talið var að ein manneskja hefði farið ofan í vatnið. Tveir sjúkrabílar auk dælubíls voru sendir á vettvang frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, auk tveggja kafara. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út.
Fréttin hefur verið uppfærð.