Skoða hvort breyta þurfi vörumerkinu í ljósi líkinda Einn forsvarsmanna pítsustaðarins Slæs segir að merki staðarins, sem bent hefur verið á að svipi til merkis annars pítsustaðar, sé fengið í gegnum vefsíðuna Fiverr, markaðstorg á netinu þar sem hægt er að kaupa þjónustu af einyrkjum. Verið sé að skoða hvort taka þurfi upp nýtt merki í ljósi líkindanna. 19.1.2021 15:19
Brennd af ferðamönnum sem flökkuðu um landið í sóttkví Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að ef til vill þurfi að hnykkja betur á því að farþegar hafi heimild til að gista nálægt landamærastöð áður en haldið er heim í sóttkví. Hann segir ábendingu ísfirsks læknis, sem gagnrýndi fyrirkomulagið í gær, réttmæta. Þó beri að nefna að starfsfólk á landamærum sé svolítið brennt af ferðamönnum sem flakkað hafa um landið í sóttkví eftir komu til landsins. 19.1.2021 13:52
Telur ótækt að yfirvöld etji þreyttum ferðalöngum út í hættulegar heimferðir Læknir á Ísafirði telur ótækt að því sé haldið að ferðalöngum, sem búsettir eru á landsbyggðinni og koma frá útlöndum, að koma sér tafarlaust á skráðan sóttkvíarstað, jafnvel þótt þeir eigi langt ferðalag fyrir höndum. Leggja eigi áherslu á að fólk geti hvílt sig í grennd við flugvöllinn, frekar en að „etja þreyttum ferðalöngum út í að keyra um landið þvert og endilangt“ við erfið skilyrði. 19.1.2021 10:17
Enn einn harmleikurinn við K2 Alex Goldfarb, Bandaríkjamaður sem hugðist klífa fjallið Broad Peak í grennd við K2 nú í janúar, fannst látinn í gær eftir umfangsmikla leit. Íslendingurinn John Snorri Sigurjónsson var á meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni. 19.1.2021 09:07
Sögð hafa stolið tölvu Pelosi og ætlað að afhenda hana Rússum Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið konu á þrítugsaldri sem grunuð er um að hafa ætlað að reyna að selja Rússum tölvu í eigu Nancy Pelosi, leiðtoga fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 19.1.2021 08:18
Koma heim úr jarðarförum, brúðkaupum eða afmælum og reynast smituð Flestir sem hafa greinst með kórónuveiruna á landamærum undanfarið koma frá löndum á borð við Danmörku og Pólland, sem hafa hvað mesta tengingu við Ísland. Dæmi eru um að stórir hópar komi heim úr jarðarförum eða brúðkaupum og reynist jákvæðir í skimun á Keflavíkurflugvelli. 17.1.2021 19:14
Engin störukeppni við óstýriláta farþega í dag Ekkert kom upp á við sýnatökuhlið Keflavíkurflugvallar í dag og allir farþegar virtu skimunarskyldu án vandkvæða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 17.1.2021 18:26
Vonsvikinn og ósáttur eftir fréttir gærdagsins en stefnir enn á toppinn Íslenski fjallagarpurinn John Snorri var á leið niður úr búðum tvö í fjallshlíðum K2 þegar hann frétti að hópur nepalskra fjallagarpa hefði náð toppi fjallsins, fyrstir manna að vetrarlagi. Hann segir fregnirnar vonbrigði, einkum í ljósi þess að hóparnir hafi talað um að fara upp í samfloti. 17.1.2021 15:51
Nær allir sem greindust komu með sömu flugvélinni Fjórtán greindust með kórónuveiruna á landamærunum í gær, nær allir úr sömu flugvélinni. Yfirlögregluþjónn telur stöðuna á faraldrinum hér á landi almennt góða; Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. 17.1.2021 13:17
Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17.1.2021 12:59